Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 19
ÆGIR 197 * við þá, ef þeir lesa þetta, að athuga hvort miklu muni skeika um heildar- aflann og senda mér þá athugasemdir um það. Sumir af bátum þeim, sem veiðar stunda af Austfjörðum, eru orðnir svo lélegir, að tæpast er hægt að sækja sjó á þeim, nema í blíðu veðri. Eru nokkrir þessara báta hart nær þrítugu og þótt klastrað hafi verið nokkuð í þá á þeirra löngu æfi, er ekki að búast við öðru, en að þeir séu búnir að lifa sitt fegursta. — Nú er fjárhagsástæðum manna þann veg farið, að ég sé ekki fram á, að eig- endur hinna gömlu báta, geti keypt aðra i staðinn, og að útvegurinn gangi frekar saman, en þegar er orðið, þýðir það meira atvinnu- og bjargarleysi. Enginn má taka orð mín svo, að ekki séu til góðir bátar á Austfjörðum, en þar sem ég þekki bezt til — á Eskifirði — er þetta svo um suma bátana, og hef ég nokkurnveginn fulla vissu fyrir því, að svipað sé ástatt í sum- um öðrum veiðistöðvum. Ferðalög. Ég get lýst því yfir, að ég hefði gjarnan viljað ferðast nokkru meira en ég hef gert. En tvennt er það, sem því veldur, að ég hef ekki gert það. Annað eru af- leitar samgöngur og svo er hitt, að með- an stendur yfir annatími sjómanna, þá gengur oft erfiðlega að ná saman fund- um. Á Austfjörðum mun þetta vera fremur hægt, þegar fer að halla sumri. Hinn 3. júní fór ég til Hornafjarðar. Kom ég þar aðfararnótt laugardags. — Töldu Hornfirðingar hentugast, að ég frestaði fundarhaldi til sunnudags, en þá átti að messa á Höfn. Leist mér þetta rétt vera, því ekki mundi það skaða Hornfirðinga að fá guðsblessun nokkra, áður en ég færi að halda að þeim mlnu spjalli. Notaði ég því laugardaginn til að fara austur í Lón. Eins og kunnugt er hafa komið fram óskir um það, að fá símalínu að Firði í Lóni. Telja menn, að sjómenn á Hornafirði mundu meira nota Papós, sem nauðhöfn, ef unnt væri að láta vita, hvar þeir væru, en i sunnan og suðvestan átt, getur verið ágætt á Papós, þótt illfært eða ófært sé inn á Hornafjörð. Vestast í Lóninu inn af Papós, eru tveir bæir. Heitir sá er fjær sjó stend- ur: Efri-Fjörður, en sá er sunnar og nær ósnum stendur: Syðri-Fjörður. Vega- lengdin á milli þessara bæja er nálægt 3—4 kílómetrar. — Aðal-simalínan um Lónið liggur á milli þessara bæja, þó öllu nær Efra-Firði. Nú má gera ráð fyrir, að ef sími verður lagður að Firði, þá yrði línan tekin frá Volaseli, sem er næsta símstöð, en þá er spurning, hvort er hentugra, að leggja símann að Efra- Firði eða Syðra- Firði? Öllu skemmri línu mundi þurfa að Efra-Firði og Lóns- menn sumir, munu kjósa það fremur, vegna þess, að þar er bílstöð. En vegna báta, sem hleyptu á Papós eða lægju undir Papós-skerjum, kæmi simi í Syðra- Firði tvimælalaust að meira liði, því að þaðan sjást bátarnir svo glögglega, að unnt mun að þekkja þá, eða I það minnsta að lýsa þeim nákvæmlega, og væri sú lýsing símuð til Hornafjarðar, mundi það gera aðstandendur rólegri og jafnvel oft fyrirbyggja, að leit yrði hafin. Annars virðist mér, að ef sima- lína yrði lögð að öðrum hvorum þessum bæ, þá sé sjálfsagt, að leggja síma i báða. Á hvorutveggju er þörf, en aukakostn- aður mjög lítill. Ur Lóninu fór ég riðandi út á Papós til að skoða ósinn. Er nú sjálfsagt orðið mjög breytt við Papós, frá því, að hin gamla verzlun stóð þar með blóma, og þó enn þá meira breytt frá þvi, að hinir fornu Papar tóku sér þar bólfestu, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.