Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 24
202 ÆGIR Skýrsla No. 2. 1932 til Fiskifélags Islands, frá erindrekan- um í Norðlendingafjórðungi. Öll fiskiútgerð hefur verið með minnsta móti þetta sumar, hér norðan Iands, og þó að bátafjöldinn hafi á sumum stöðum verið svipaður og að undanförnu hefur útgerðin verðið almenntrekin með minni krafti en áður, þar sem alstaðar hefur orðið að spara, sem mögulegt er. Á Hvammstanga eiga heima 6 trillu- bátar. Hafa þeir gengið að mestu leyti undanfarin ár og þá með 3 manna áhöfn hver. En nú hef ég engar skýrslur fengið þaðan ennþá, enda byrja róðrar þar venjulega ekki fyr en eptir þann tíma árs. Sama er að segja um Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Róðrar til söltunar byrja optast nær ekki fyr, en hafsíld fer að fást, því þó stundum hafi komið smá- sildarhlaup á vorin inn undir Blönduósi, er sú beita svo stopul, að ekki er á hana að treysta. Sá fiskreytingur, sem fæst framan af sumri ef nokkur er, selst jafn- harðan í sveitirnar og kemur því hvergi á skýrslur. Bátar eru á þessum stöðum til jafnmargir og i fyrra, en hve margir verða notaðir til fiskiróðra, veit ég enn ekki um, en mun upplýsa það síðar, væntanlega um næstu mánaðamót. Vestan Skagafjarðar eru 1 vélbátur með þilfari og 9 opnir trillubátar. Þeir eru nýbyrjaðir róðra og hafa lítið fengið enn, sama er að segja um Hofsós og Höfðaströnd, þar eru lOlil 11 trillubátar, sem róið er með höppum og glöppum. Á öllum þessum trillubátum eru venju- legast 3 menn á hverjum, að minnsta kosti þegar róið er með lóð. Frá Siglufirði ganga veiðiskip og bátar með fæsta móti i ár, eða 6 skip og bátar yfir 12 tonna, 15 vélbátar undir 12 tonn- um og 7 trillubátar. Liggur þetfa í því, að nú eru tiltölulega sárfáir aðkomubátar, sem hafa þar bækistöð sína, hjá því sem verið hefur. Úr ólafsfirði hafa gengið 15 vélbátar, þar af einn yfir 12 tonna og 16 — 17 trillubátar. Af Dalvik hafa gengið 14 vélbátar og 4 til 5 trillur, auk þess 4 árabátar annað slagið. Á Dalvík og í ólafsfirði eru menn hættir róðrum, að minnsla kosti um tíma, en snúa sér fyrst um sinn að því að verka fiskinn sinn til þess að spara sér þau útgjöld, enda er aflinn mjög rír, og allt í óvissu um nokkra sölu á fiskinum. í Hrísey eru 15 vélbátar og 5 opnir trillubátar. Þar eru menn, sumir hverjir, hættir róðrum og stunda nú fiskverkun í bili. Á Árskógsströnd hafa gengið 15 trillu- bátar, og munu þeir skjökta eitthvað við róðra innfjarðar fyrst um sinn. Á Hjalteyri eru til 5 trillur og einar 2—3 þar í grendinni, en mjög lítið hafa þessir bátar stundað sjó og lítið fiskað, nema þá til sölu hingað í bæinn og 1 sveitirnar eitthvað. Úr Grýtubakkahreppi ganga ennþá 7 vél- bátar og 4 opnir trillubátar annað slagið. Úr Flatey ganga aðeins 7 trillubátar og 1 árabátur. Veiðin byrjaði þar seint, en líklega halda þeir þar úti fram eptir sumrinu. Á Húsavik eru 12 vélbátar og álíka margar trillur en munu ekki ganga til fiskjar að staðaldri. Á Raufarhöfn eru 5 dekkaðir vélbátar, flestir fremur litlir og auk þess 3 triílu- bátar, og á Langanesinu að vestan eru 3 vélbátar og 6—7 trillur. í þessum tveimum veiðistöðvum hefur aflinn verið sérstaklega lítill að þessu en lagast nú væntanlega eitthvað, er hafsild fer að fást til beitu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.