Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 30
208 ÆGIR þegar fiskurinn kemur í heitara loftslag. Sömuleiðis munu líka matsmennirnir hafa staðið ráðalausir fyrir þessum skemmdum, því fæstir þeirra munu hafa kynnt sér, að nokkru gagni, þær rann- sóknir, sem aðrar þjóðir höfðu gert á þessu sviði, hvað þá heldur, að þeir hefðu gert sjálfir nokkrar rannsóknir á þessu, sem að gagni máttu verða. Eins og getur um í þessari skýrslu, hr. H. Briem, afhenti hann við burtför sína, hr. docent N. Dungal, fiska með sýnilegum jarðslagavotti, héðan frá Faxa- flóa, en sökum anna mun hr. N. Dungal ekki hafa haft tíma sjálfur til að fást við þessar rannsóknir, en leyfði hr. stud. mag. Sigurði H. Péturssyni, að fást við þær, undir sínu eftirliti. Bráðabirgðaskýrsla Sigurðar um þessar rannsóknir, er nú birt hér samtímis í blaðinu. Auk þess hefur Sigurður skrifað stutta grein um þetta sama efni í 5.-6. tölublað »Náttúrufræðingsins« þetta ár. Eins og sjá má á þessari bráðabirgða- skýrslu Sigurðar, er hér að eins um byrjun á rannsókn að ræða, sem þó þegar hefur sýnt all-verulegan árangur, þar sem bakterían, er þessum skemmd- um veldur, er þegar fundin, en þar sem jafn-mikið verðmæti er hérí hættu.þarsem um aðal-framleiðsluvöru vora er að ræða, verður að krefjast þess, að rannsóknuro þessum verði haldið áfram, og reynt að komast fyrir ræturnar á vágesti þessum, ef mögulegt er. — Rikisstjórnin hefur lofað að veita Sigurði kr. 500 — fimm hundruð krónur — til framhalds þessum rannsóknum næsta velur, og er auðséð, að ekki er hægt að búast við miklu starfi fyrir þá upphæð, og ekki getur maður varist þeirri hugsun, að fjárveit- ingin hefði orðið ríflegri, ef aðal-fram- leiðsla landbúnaðarins hefði átt í hlut. Prófessor Harrison, sá er um er getið í þessari skýrslu, hr. Helga Briem, telur að salt, sem er orðið sex mánaða gam- alt eða eldra, sé að mestu leyti orðið laust við sýkla, og fer það að nokkru leyti saman við reynslu okkar, því að meðan sú venja var hér, að saltið, sem nota átti á vertíðinni var flutt hingað til Iandsins haustið áður, þá voru mjög litlar kvartanir um þessar skemmdir, en á seinni árum hafa saltkaupin færst í það horf, að saltið er keypt til Iandsins i stórum förmum, og kemur mest af því eftir áramót, eða meðan vertíðin stendur yfir, og því notað samstundis. Ef að ganga á með alvöru að rann- saka þessar skemmdir, eða orsakir þeirra, verða fiskimatsmennirnir að leggja fram miklu vinnu og aðstoða þá, sem við rannsóknirnar fást. Þyrfti helzt að hafa til þess eyðublöð, sem undirmatsmenn- irnir fyltu út fyrir hverja fisksendingu er þeir meta, þar sem hægt væri að sjá hvaða salttegund hafi verið notuð, hvað saltið var gamalt, sem notað var, nær fiskurinn var veiddur, nær verkaður, þurkstig fisksins, í hvernig húsum hann er geymdur, hve oft umstakkaður, hvort að líkar skemmdir hafi áður átt sér stað í sömu húsum o. s. frv. Væri snúið sér að þessu atriði með alúð, ætti að vera hægt að finna nokkurnveginn reglur fyrir því, hvað helzt væri að varast, og undir hvaða skilyrðum hættan á jarðslaga væri mest, og ætti þetta að vera þeim mikil hjálp og léttir, sem við rannsókn- ina fást. Við megum ekki gleyma þvi, að í samkeppninni á heimsmarkaðinum, er ekki minna undir því komið að fram- leiða vandaða vöru en að framleiða sem mest og ódýrast. Á undanfarandi árum höfum við áreiðanlega lagl aðal-áherzluna á, að framleiða sem mest á hvert skip að hægt hefur verið, án þess að athuga

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.