Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 10
188 ÆGIR uði, megi telja að það sé búið að drepa gróður þennan úr sér. Er saltið þá orðið þurt'og beldur ekki nógu miklum raka til, að gerillinn geti lifað þar, eða náð þroska. Til að ná þroska þarf hann að hafa hlýju og raka, en þegar hann hefir þessi tvö lífsskilyrði, vex hann mjög fljótt, »eins og gorkúlur,« enda þeim skyldur. Rannsakaði próf. Harrison 29 salt-teg- undir og reyndist salt úr námum og Liverool-salt vera hreint og laust við þennan geril, er Liverpool-salt er unnið úr saltpækli, sem er í neðanjarðarhellum og gufar vatnið úr honum upp við suðu. Er það salt því talið laust við gerla- gróður og önnur skaðsöm efni. Námu- salt er og algjörlega laust við þennan roða og er nú farið að nota það all- mikið i Noregi. Sagði kunningi minn, sonur eins af hinum miklu fiskifram- leiðendum í Kristianssund, mér, að síðan faðir hans hafi byrjað að nota námusalt frá Þýskalandi, hafi algjörlega tekið fyrir jarðslaga þar á stöðinni, bæði þann rauða og þann brúna. Sagði hann að allir, sem höfðu reynt það, hefðu verið mjög ánægðir með það, ekki síst ef þeir gætu kveðið niður jarðsiagann með þvi. Eini ókosturinn, sem margir teldu það hafa, er sá að það væri svo þurt, að það héldist ekki í byngjum, vegna þess að það loddi svo lítið saman. Þyrfti því betri húsakynni undir það en sjávar- saltið. En þó saltið færi hreint frá Spáni, er nokkur hætta á aö það kunni að smitast áður en það kemur i fiskinn. Eins og öll mygla getur roðinn sest í tré. Getur hann þvílifað í geymsluhúsum, saltklefum skipa og í þilfarinu, þvotta- körum verkunarstöðvanna, burstum þeirra og borðum. Segir próf. Harrison að sumstaðar hafi gerillinn náð svo miklum þroska, í pækilkörum og öðru tré, jafnvel i þilfari skipanna, að þau hafi verið greinilega rauð. Ári eftir að ritgerð próf. Harrisons kom út birtist ritgerð um rannsóknir sem dr. Cloake hafði gjört fyrir breska matvæla- rannsóknarnefndina. Virðist hann stað- festa rannsóknir Harrisons og Kennedy, en kemst að öðrum niðurstöðum í ýms- um atriðum, sem í mínum leikmannsaug- um er ekki stórvægileg. Fann hann nýjan geril, sem hagaði sér svo einkennilega að hann gaf honum ekki nafn, en kallaði hann »X«, en aftur á móti fann hann alls ekki suma gerla, sem fyrirrennarar hans höfðu lýst gaumgæfilega. Líklega mun auðveldast fyrir almeuning að skilja hvernig roðinn hagar sér, ef hugsað er um myglu, sem þarf hita og rekju til að ná þroska. Gróin eru í fiskin- um, en ber ekki á þeim fyr en lífs- skilyrðin verða betri fyrir hana en á lslandi. Á Ieiðinni út slagar fiskinn, saltið dregur í sig rekjuna úr loftinu, aðallega þar sem það er mest, i sprungum í fiskinum og við beinin. Ef ekki hitnar í fiskinum undan fargi hans, (en ég er hræddur um að það hafi skeð í stakkn- um, sem við Jón Magnússon skoðuðum) hitnar að minnsta kosti í honum þegar hann kemur að vor og sumarlagi hingað suður eftir. Fær roðinn því öll skilyrði til að geta vaxið á leiðinni hingað, eða fyrst eftir að hingað kemur. Áður hefi ég getið þess, að heima þóttust menn taka eftir því, að fiskur roðnaði helst á þeim stöðvum, sem komust í saltþröng. En þareð því hefur einnig verið kennt um hér syðra, að fiskur sem roðnað hafi verið vansaltaður, vildi ég víkja að þessu aftur. Hér hefur einnig verið tekið eftir því að fiskur roðnar meira en vant er i miklum aflaárum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.