Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 6
184 ÆGIR Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Barcelona, 21. júlí 1932. I flestum skýrslum þeim, sem ég hefi sent heim, hefi ég minnst á umkvartanir fiskinnflytjenda hér á Spáni og í Portúgal, um svokallaðan jarðslaga. Jarðslaginn er að minnsta kosti tvenns- konar: brúnn og rauður, Munu þessar tvær tegundir skyldar og eiga það sam- eiginlegt, að báðar skemma þær fiskinn og spilla því að hann geti geymst svo vel sem skyldi. Er það því meira áhyggju- efni, sem neizla á nýjum fiski fer ærið vaxandi, en aðal kosturinn við saltfiskinn er sá að hann geymist vel, svo menn geta ætíð gripið til hans er þarf. En þar sem það er aðal kostur hans að hann geymist betur en nýr fiskur, er það auðvitað lífsnauðsyn fyrir okkur, að fiskurinn skemmist ekki nýkominn hingað, eða jafnvel á leiðinni. Hvernig sem á jarðslaganum stendur er hann lagður fiskimatinu til lasta, hann spillir fyrir sölu islensks fiskjar og skaðar landið beint og óbeint. Þar sem brúni jarðslaginn er vel þekktur á Islandi og frekar meinlaus, er rauði jarðslaginn hinn mesti vágestur. Veit enginn hve mikið hann skaðarokkur árlega, en sum árin mun skaðinn vera hundruðir þúsunda króna. Eru áraskifti að því hve miklu skaðinn nemur. Pað sem gerir rauða jarðslagann verstan veðureignar, er það að við ósýnilega fjendur er að fást, því hann mun ekki hafa sést á íslandi fyr en nú i ár. Kvartaði fyrirrennari minn, Helgi Guðmundsson, oft undan honum í bréf- um sinum til fiskimatsmannanna, en þeir svöruðu, að þeir vissu ekki, hvernig á þessari skemmd stæði, því fiskurinn hafi verið óskemmdur, er honum var skipað út. Vildi jafnvel svo til, að eitt af útflutn- ingsfirmum okkar sendi smásendingu af labra sem sýnishorn til væntanlegs kaup- anda hér syðra. Var auðvitað valinn góður fiskur, en engu að síður var hann allur orðínn rauður, er hann kom á ákvöiðunarstaðinn. Menn sem liafa séð fisk fara af stað óskemdan, eiga oft erfitt með að trúa, að kvartanir um roða séu á rökum bygðar; telja þeir að þetta tal um skemdir séu verslunarbrögð kaup- anda, til að koma sér undan greiðslu og bera því fyrir sig matsvottorðin til að sýna að fiskurinn hafi verið góður er hann var sendur af stað. Roðinn kemur því einnig óorði á íslenska fiskimatið. Aðalkosturinn við það er að hægt er að kaupa og selja fisk óséðann, þannig að þegar vottað er, að fiskur sé fyrsta flokks vara, geti kaup- andinn, hvar sem hann er í heiminum, treyst því að fiskurinn sé án verulegra galla í útliti og hafi engar þær skemdir, er rýra notagildi hans. Er það skiljanlegt, að kaupandanum þyki lítil huggun í því, að honum sé sagt, að fiskur sem kemur til hans í því ástandi, að hann er ekki mannafæða, hafi verið fallegur og roðalaus, er hann var sendur af stað til hans. Að sjálfsögðu getur ekkert ríkis- mat tekið ábyrgð á því, að matvörur skemmist ekki er þær koma í annað loftslag, en hitt er það að ef slik vara eyðileggst á leiðinni til kaupandans, án þess að um slys sé að ræða, er það talið matinu til vanvirðu og menn segja að ekkert sé að marka það. Þegar roði kemur í fisk að nokkrum mun, verður að fleyja honum, en þegar hann er rétt í byrjun, reyna innflytjendur að selja fiskinn fljótt, svo hann verði etinn, áður en hann skemmist, en slík sala er auðvitað sjaldnast gróðavænleg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.