Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 14
192 ÆGIR sinn löngu áður en nokkur von er á Grænlands-fiski. Telja menn, að er Fær- eyja-fiskur sé ófáanlegur, muni opnast nokkur markaður fyrir íslenzkan fisk í hans stað, en neyzlan minnka nokkuð, því eins og ég hef áður bent á er eftir- spurnin í Bilbao sjálfri, aðallega eftir fæteyskum figki. Norðmenn hafa flutt inn 1600 tonn af saltfiski það sem af er þessu ári, og er það meira en innflutningur þeirra nam allt árið í fyrra. Komu 500 smálestir í miðjum þessum mánuði og var verðið 20 sh. 6 d. fyrir pakkann með 25—28 fiskum. Nú hafa þeir hækkað sig, svo að þeir bjóða sömu fiskatölu i pakka fyrir 23 sh. 6 d , en frá verði sínu gefa þeir 3% afslátt, svo að raunverulega er verð þeirra að eins 22 sh. 9'/2 d fyrir heldur stærri fisk en við látum. t*ar sem fólkið i sveitunum hér í kring er fátækt, er mér sagt, að það kaupi þá vöru, sem ódýrust er í svip. Sýnist verðmunurinn þó svo lítill, að hann muni naumast koma fram á smásöluverðinu, því að 1 sh. 3 d. samsvara rúmlega 2'/2 peseta og yrði verðmunurinn þá að eins 5 centimos á kg. Þó geri ég heldur ráð fyrir, að salan flytjist til, svo að íslenzkur fiskur seljist hér i Bilbao, þangað til að Færeyingar koma Grænlands-veidda fiskinum á markað, og í nærsveitunum, en norskur fiskur í Madrid, sem að undanförnu og í fjarlægari héruðunum. Virðingarfyllst, Helgi P. Briem. Norsku samningarnir. Undanfarandi hafa staðið yfir hér í Reykjavík, samninga-umleitanir milli Norðmanna og íslendinga, um væntan- lega verzlunarsamninga milli landanna »Kjöttollsmálið« svonefnda. Samningar hafa ekki tekist enn þá, en báðir aðilar hafa lagt til, að samninga- umleitun verði haldið áfram í Osló á næstunni. Sum norsku blöðin hafa í þessu sam- bandi skrifað af litlum skilningi og ekki mjög vingjarnlega í okkar garð um mál þetta, t. d. »Fiskeren« 13. júlí segir: »Fyrst og fremst átti þeim (þ. e. sendi- menn Norðmanna), að vera það ljóst, að við höfum beztu trompin«, og grein- ina endar blaðið þannig: »Fari samninga-umleitanirnar í Reykja- vík út um þúfur, gerir það ekki mikið til, en við viljum athuga, hvort að und- anfarandi töp hafa ekki gert Eyjarskeggja skilningsbetri eða rýmilegri í viðskiftum«. Eins og viðskiftin hafa verið undan- farandi ár milli þessara landa, þá hafa þau verið Norðmönnum mjög í vil, þar sem heita má, að þeir kaupi mjög litið af okkur nema þessar fáu kjöttunnur. Aftur á móti kaupum við af þeim fyrir margfalda þá upphæð t, d. síldartunnur, veiðarfæri, tilbúinn áburð o. fl. »Trompin«, sem norska blaðið fékk sendisveinum sínum i hendur, reyndust því við nánari athugun að vera »hundar«. Annars býst ég við, að islenzkir sjó- menn séu yfirleitt norska blaðinu sam- mála: »Fari samninga-umleitanirnar út um þúfur, gerir það ekki mikið til«. B. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.