Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 29
ÆGIR 207 Landhelgin þarf að opnast, sem fyrst, fyrir dragnót, því þar er aflavonin mest, og þar standa smáfleyturnar jafnt að vígi hinum stærri. Við megum samt sem áður ekki reka rányrkju og uppræta kolann. Það fyrsta, sem þarf að gera, er að banna með lögum ádrátt í Hornafirðinum og öðrum þeim stöðum, sem eru uppeldisstöðvar smákolans, og sem nú er dreginn á land svo tugum þúsunda skiftir og kem- ur engum að verulegum notum, aðeins borinn á tún og síðan brent. Ennfremur þurfum við að gera alt til þess að halda stofninum við, rækta kolann á þeim stöðum, sem hann hefur best lífsskilyrði, fjölga honum með klaki. Þetta gera Danir, sem eru allra þjóða áhugasamastir um fiskiveiðar sínar. Þeir taka ennfremur smákolann þaðan, sem þroskaskilyrði hans eru slæm, t. d. sumstaðar í Lima- firðinum, og flytja hann þangað, sem æti er nægilegt. Danir fiska mjög mikið með dragnót og hafa gert það lengi, og ekkert ber á því, að fiskur gangi til þurðar við strendur eða í fjörðum Danmerkur. Afli Dana er aðeins brot af okkar afla, að magni til, en verðmæti aflans mun vera svipað og okkar, þrátt fyrir það, að við fiskum mörgum meira. Þetta stafar meslmegnis af þvi, að Danir leggja mesta áherzlu á að fiska skarkola og ál, sem er verðmesti fiskurinn, en við leggjum aðaláherzluna á að fiska þorskinn, alveg eins og afar okkar og langafar gerðu, þrátt fyrir það, að arðs- vonin nú, eins og sakir standa, engin er og útgerðin rekin með stórum halla. Það er ílt til þess að vita, að islenzkir sjómenn, sem eru viðurkendir að vera með al-duglegustu og framgjörnustu sjómönnum í heimi, skuli, margir hverjir, vera sjálfs síns böðlar, berja höfðinu við steininn og halda fast við fornar og úreltar fiskíaðferðir, hjakka altaf í sama fari, ekki fylgjast með ýmsum framförum, sem að iðn þeirra lúta, en láta útlenda sjómenn taka frá sér það verðmætasta og gera sig ánægða með úrganginn. Vaknið fslenzkir sjómenn, nolið rélti- lega þau auðæfi, sem liafið býður ykkur. Möguleikarnir eru margvíslegir og óþrjót- andi, ef réttilega er að farið. Ól. J. A. Óla/sson. Jarðslagi í saltfiski. Lesendur »Ægis« hafa án efa fylgt með athygli hinum fróðlegu skýrslum hr. fiskifulltrúa Helga Briems i undan- farandi tölublöðum. Nú í þessu tölublaði birtist mjög at- hyglisverð skýrsla frá hr. Helga Briem um skemmdir þær, er jarðslaginn veldur oft á íslenzkum fiski, eftir að hann kem- ur til neyzlulandanna. Áður en H. Briem tók við starfi sínu, var hann nokkuð búinn að kynna sér þetta atriði, af rannsóknum, sem aðrar þjóðir, einkum Canada-menn, voru búnir að gera i þessu efni, sömuleiðis hafði hann séð hérna heima, fisk, sem farinn var að fá vott af jarðslaga. Hræddur er ég um að hér kenni samt nokkurs misskilnings hjá hr. H. Br., ef hann heldur, að aldrei hafi fyr hér á landi fundist voltur af þessum skemmdum, heldur mun hitt vera frekar, að bæði matsmenn og hlut- aðeigandi fiskeigendur, hafa ekki haft það i hámælum, þó að voltur væri fund- inn fyrir þessum skemmdum í fiskinum, þegar honum var afskipað, og er það auðvitað ekki rétt, því að skemmdirnar bljóta að koma í ljós fyrr eða síðar,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.