Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 9
ÆGIR 187 saltaður. En flestallir álitu að hann væri afleiðing af slæmri verkun og fram- leiðandanum að kenna. Einstaka maður kendi þó saltinu um roðann. Kynntist ég roðanum nokkuð betur hér syðra. Er hann að jafnaði verstur með dálkinum og i beinunum. Liturinn er greinilega rauður eða dumbrauður og allt annar, en þegar fiskur gulnar af elli og verður rauðgulur, ef mikil brögð eru að. Jetur roðinn yfirborð fiskjarins og myndar límkenda kvoðu í blettum, dálkurinn losnar sundur og ef tekið er í sporðinn á slíkum fiski dettur hann af. Er greinileg ýldu- og rotnunar- lykt af fiskinum og er talið að menn veikist af að borða hann, þegar roðinn er orðinn áberandi, Fylgir roðinn síðan beinunum, en smitast síðast þar sem lífhimnan og roðið hlýfa honum. Pó hefi ég séð hann bæði á roði og himn- unni, en þá í örsmáum sterkrauðum deplum, sem breiðast út eins og áður er gelið, ef fiskinn slagar. Er roðinn talinn því meiri, sem fiskurinn er minna hertur. Hefir hann verið verstur í egta labranum og færeyska fiskinum, sem venjulega er minoa þurkaður en okkar fiskur, en minni í fiski okkar og minn- stur í norska fiskinum, sem mest er hertur. t*ó er kvartað töluvert undan roða á okkar fiski, bæðí á Ítalíu og Suður- Spáni, enda er hann sendur þangað léttar verkaður. Hjá einum inn- flytjanda, sem ég kom til á Suður- Spáni var búið að taka rúmlega fjórðung af fiskinum frá Islandi og leggja hann til hliðar, til fljótrar sölu vegna roða. Er ég athugaði fiskinn reyndist þó fullur helmingur hans vera með meiri eða minni roða. Um orsakir roðans hafa menn deilt frá því fyrst var farið að rannsaka hann árið 1878. Er ekki ástæða tit að fara nákvæmlega út í þær rannsóknir hér. Grunurinn féll fljótlega á saltið, og hafa menn kennt þvi um roðann síðan. Á árunum 1920, 1922 og 1923 voru þessar rannsóknir teknar upp að nýju og þykir rétt að geta nokkru nánar um þær. Elst af þeim er ritgerð eftir W. W. Brovn og kom hún út í Bandaríkjunum. Hann bendir á að roðinn (pinkeye) sé tveimur gerlum að kenna, og sé annar ljósrauður, en hinn dumbrauður. Vaxa þeir saman, svo að ekki er hægt að greina þá sundur, en roðinn tekur litbreytingum eftir því hvort meira er af þeim ljósari eða þeim dekkri. Hann heldur því fram að roðinn geti ekki vaxið nema gerlarnir hafi að minnsta kosti 15°/o salt. Tveim árum síðar kom ritgerð um rannsóknir próf. Harrisons og M. Kenn- edy, sem starfa við Mac Donald há- skólann i Kanada. Kenna þau roðann gerli, sem þau nefna Pseudomonas Salinaria. Lifir hann í sjávarsalti og er skyldur myglusveppinum. Þar sem það er einmitt eftirsóknanverðasti eiginleiki saltsins, að það drepur gerla og varð- veitir þannig matvæli frá skemdum, lifir þessi gerill aðeins i all-sterkum salt-upplausnum. Lifir hann i sjó i hitabeltinu og tempraða-beltinu, en eins og menn vita er hérumbil allt það salt sem við notum i fiskinn salt úr Miðjarðarhafinu. Er það unnið svo, að sjó er hleypt inn í grunn lón, og er sjórinn gufar upp í hinum sterka sólar- hita, verður saltið eftir. Er þvi siðan mokað í hauga og meðan saltið er ferskt slær rauðleitum lit á þessa hauga. En þessi rauði litur stafar einmitt af sama gerlinum og þeim, sem gerir fiskinn rauðan. Segir í ritgerðinni, að eftir þvi sem saltið liggur lengur, blikni það í sólinni, og ef það er geymt í sex mán-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.