Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 22
200 ÆGIR anlega til að lifa þegar aflinn bregst að miklu leyti. Eskifiði, þann 17. júli 1932. Friðrik Sleinsson. Frá Newfoundlandi. 1 nýútkominni skýrslu yfir fjárhags- tímabilið 1930 — 31, sem fiskimálaráðu- neytið í Newfoundlandi hefur látið út- býta, er svo sagt, að á þessu tímabili hafi útflutningur á fiski orðið 1.147.108 Quintal, að verðmæti 7,7 milliónir Dollara. Á fjárhagstímabilinu 1929 — 30, nam útflutningur á verkuðum fiski 1.253.000 Quintal, og fengust fyrir hann 11.5 milli- ónir Dollara. Útflutningurinn 1931, er bæði hvað aflamagn og verð áhrærir, minni, en nokkurt ár hinn siðasta áratug. Af hinum útflutla fiski á fjárhagstíma- bilinu 1930 — 31 eru 144.000 Quintal útflutt til Portugal, 75.000 til Grikklands 250.500 til Spánar, 113.200 til Ítalíu og 237.000 til Brazilíu. Als fengust 10,5 milliónir Dollara, fyrir sjávarafurðir hérumbil V3 af öllum útflutningi, með því allur útflutningur á allskonar vörum frá landinu, nam 33,5 milliónum Dollara. Auk verkaðs fisks, var flutt út þorska- lýsi fyrir 404.000 Dollara, meðalalýsi fyrir 120.000. selslýsi fyrir 140.000, hvals- lýsi fyrir 142.400, söltuð síld fyrir 288.000 niðursoðnir humrar fyrir 198.000 og 4,8 milliónir pund (lbs.) af frystum laxi, fyrir 735.000 Dollara. Á þessu fjárhagstímabili hafa tvær sýningar á sjávarafurðum verið haldnar. Hin fyrri,dagana 14. — 28. febrúar f. ár; var hún haldin undir The Empire Marketing Boards Auspicies, og The British Industries Fair, Olympia. Á þessarisýningu seldust meðal annars, 800 selskinn. Hin síðari sýning var haldin í Glasgow, hina fyrstu fjórtán daga júnimánaðar f. ár. Var þar einkum lögð áhenzla á, að auglýsa frystan lax, selskinn og með- alalýsi. Loks má geta þess, að frá Labrador var útflutningur á nefndu fjárhagstíma- bili 62 700 Quintal af verkuðum fiski og fyrir hann fengust 125.300 Dollarar. Sömuleiðis fengust 24.400 Dollarar fyrir 244.000 pund (lbs) af nýjum laxi, sem útfluttur var. Fjárhagstímabilið á Newfoundlandi, miðast við 30. júní. Bráðabirgðalög um breytingu á lögum nr. 55, 7. maí 1928. um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi. Staðfest af konungi 6. júlí s.l. 1 lögum nr. 55, 1928 er ákveðið, að ákvæði þau um bann gegn dragnótaveiði, sem sett hafa verið samkv. lögum nr. 27, 20. júní 1923, skuli vera í gildi áfram (Sbr. reglugerðir um bann við dragnóta- veiði fyrir landi Vatnsleysustrandar, Kefla- víkur og Gerðahreppa, 11. júlí 1923 og fyrir landi Hafnahrepp, 2. nóvember 1927). Þar sem þetta ákvæði er ekki upphafið í hinum nýju bráðabirðalögum.hafa sumir litið svo á, að dragnótaveiðibannið fyrir landi þessara hreppa, stæði enn óhaggað, en svo er ekki, heldur er veiði frjáls skv. bráðabirgðalögum hvarvetna í landhelgi, nema innan lögtakmarka hafna, sem banna veiði innan hafnartakmarkanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.