Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 25
ÆGIR 203 Eins og hálfsmánaðaraflaskýrslur mínar sýna, er fiskimagnið orðið yfirleitt í meðallagi, en nokkuð mismunandi i hin- um ýmsu verstöðvum. Afli margra báta út með Firðinum er um 3 og upp í 4 hundruð skippund, og bátar sem réru héðan af Akureyri í vetur og i vor, áður en vertíð byrjaði almennt voru búnir þá að fá á 3ja hundrað skippund, er þeir fluttusig í sumarverið. Engin fisksala hefur farið hér fram enn þá, svo mér sé kunnugt, en daglega kvarta menn yfir að geta ekki selt nokkurn ugga og sjá ekki frain á, að til nokkurs sé, að halda áfram að fiska. Akureyri, 10. júlí 1932. Viróingarfyllst. Páll Halldórsson. Rannsókn á jarðslaga Bráðabirgðaskýrsla. Það, sem almennt er kallað jarðslagi, eru rauðar eða svartar skemmdir á verk- uðum saltfiski. Fiskur með slikum rauð- um skemmdum var í marz síðastliðinn afhentur hr. docent N. Dungal til rann- sóknar af herra fulltrúa Helga Briem. Voru þá þegar tekin sýnishorn af fisk- inum og voru þau geymd í »sterilum«, luktum skálum (Petri-skálum) við stofu- hita (ca. 18° C.) nokkra daga, og varð þá roðinn enn þá greinilegri á þeim sýnishornum er sýkt voru. í byrjun apríl leyfði hr. N. Dungal, að ég undirritaður ynni að rannsókn á sýnishornum þess- um undir sínu eftirliti. Byrjaði ég þegar á rannsókn þessari og fór hún fram sem nú skal greina. Við smásjár-rannsókn á hinum 'rauðu sýnishornnm snst fjöldi baktería og var lögun þeirra mjög mismunandi. Voru sumar þeirra stuttir stafir, svo þær gátu næstum talist kokkar, aðrar voru nokkuð lengri, og nokkrar mjög langir stafir (breidd 1-2 /i og lengd 2—10 ju). Við nánari rannsókn reyndust margar þessar bakteríur hreyfanlegar og voru sumar Gram-pósitivar og aðrar Gram negativar. Þvi næst var ræktað frá sýnishorninu og var sáð út á kjötsoðagar, sem inni- hélt 15°/o salt (matarsalt). Var sáð í tvö glös og annað sett við stofuhita, en hitt við 37° C. Eftir 4 daga fór að sjást vöxtur í því glasi, er geymt var við 37° C, og nokkru seinna mátti sjá á honum ljós- rauðan blæ. Var nú sáð út frá þessum gróður á mörg glös með samskonar æti og áður og nú ræktað áfram við 30— 37° C. Sást ofurlítill vöxtur þegar eftir 24 stundir, en eftir 3 daga var hann orðinn mikill og greinilega Ijósrauður. í öllum glösunum leit vöxturinn eins út. Við smásjár-rannsókn á fyrsta gróðrin- um og þeim gróðrum, sem út frá hon- um var sáð sáust alstaðar Gram-negativir stafir, sem nú voru miklu jafnari að stærð, en í gróðrinum á sjálfum fiskin- um (breidd ^/s— 1x/2 P °g lengd 2 — 5 fi). Gróður sá, sem ræktaður var við stofu- hita varð fyrst sýnilegur eftir rúmar 2 vikur, og við smásjár-rannsókn reyndist hann einnig vera af Gram-negativum staf-bakteríum. Nú var valinn mjög vel útlítandi full- verkaður saltfiskur og skornir úr honum tveir valdir bitar, hvor hjá öðrum. Voru þeir svo lagðir hvor í sina »steriliseruðu« Petri-skál, sem helt var í ofurlitlu af »steriliseruðu« vatni, til þess að halda þeim rökum. Var nú sáð út á annan bitann frá þeim gróðrum, sem ræktaðir höfðu verið við 30—37° C., en hinn bit- inn var látinn óhreyfður. Voru nú báðar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.