Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 27
ÆGIR 205 tilbúnu æti virðast þær allar næst- um jafnstórar (breidd ca. ’/a — 1 x/» lengd 2 — 5 /u.). 3. Þær hafa oft hraða hreyfingu. 4. Þær eru Gram-negatívar. 5. Þær vaxa vel við 30° C., en miklu seinna við lofthita og enn þá ekki neitt við 0° (eftir 8 daga). 6. Hentugasta salt innihald fyrir þær virðist vera um 10°/o, en annars vaxa þær vel milli ca. 5—15% matarsalt (við 30° C.). Við 1% salt eða 20°/« salt og þar yfir virðast þær ekki geta vaxið. Þar sem þessi rauði jarðslagi virðist að mörgu leyti svipa til þeirra skemmda, sem á ensku eru nefndar »Pink« og taldar eru stafa af sjávarsalti, var gerð eftir- farandi tilraun: Fengnar voru 3 tegundir af sjávarsalti, eins og það sem venjulega er notað til fisksöltunar, og var ofurlítið af hverju sýnishorni leyst upp í »sterilu« vatni, og því næst skilið (centrifugerað). — Kom þá botnfall, sem sáð var út á kjötsoð-agar með 15°/° salt-innihaldi. Eftir 3 — 4 daga ræktun sást gróður frá tveimursýnishornum, sem líktist bakteríu- gróðrinum frá fiskinum, en frá 3. sýnis- horninu hefur enn þá (eftir 8 daga) ekki vaxið neitt. Allar ofangreindar tilraunir voru að eins gerðar einu sinni, og hafa þær að þvi leyti takmarkað gildi. Ber að virða þær samkvæmt því. Reykjavík, 17. júní 1932. Sig. H. Pélursson. Þverárbrúin við Hemlu var vígð með miklum hátíðahöldum, sunnudaginn 21. ágúst s. 1., að viðstöddu miklu fjölmenni. Dragnótaveiði í landhelgi. Ég hefi lesið nokkrar blaðagreinar um dragnótaveiðar við ísland, bæði með og móti bragnótaveiðum. En þar sem mér þykir gæta talsverðrar grunnhyggni og afturhaldssemi í skrifum andstæðinga dragnótaveiðanna, langar mig til þess að leggja nokkur orð í belg. Við, bæði sjó- menn og útgerðarmenn, sem höfum hagsmuna að gæta, þegar rætt er um fiskiveiðar við ísland, stöndum — því er nú ver — á öndverðum meið í þessu máli, og á meðan svo er, getum við ekki vænst þess, að löggjafarvaldið geri neitt verulegt máli okkar til framgangs. Margir vilja banna alla dragnótaveiði í landhelgi, aðrir vilja leyfa hana, og hvern flokkinn eiga nú löggjafarnir að fylla. Þeir skiftast auðvitað líka í tvo flokka, með og móti, eins og sjómenn og útgerðarmenn. Mig furðar ekkert á því, þótt gamlir sjómenn, sem frá barnæsku eru vanir hinum venjulegu fiskiaðferðum, séu sein- ir til þess að taka upp nýbreytni og for- dæmi dragnótina og aðrar nýjar fiskiað- ferðir. En að ungir menn, sem hafa fylgst með hinum breyttu skilyrðum og ættu að vera fylgjandi öllu því sem til bóta er í íslenzkum fiskiveiðum, skulu vera svo skammsýnir, að þeir ekki sjá eða vilja sjá, að við erum að dragast aftur úr í samkeppninni við aðrar þjóð- ir, hvað fiskiveiðar snertir, er harla ótrú- legt. 1 yfirliti yfir heildarafla allra þjóða, sem fiskiveiðar stunda við ísland (Sbr. bók Árna Friðrikssonar.) og hlutdeild íslendinga í honum, má sjá, að árið 1929 höfðum við Islendingar veilt rúman helming af öllum þorski, sem aflast hefur við Island. 6/6 hluta af síld, tæpan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.