Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 31
ÆGIR 209 sem skyldi, að framleíðslu-kostnaðurinn eykst þá oft úr hófi, svo að ekki svarar kostnaði, og að því er saltfisks-fram- leiðsluna snertir, þá er það mjög lítið aukin fyrirhöfn, að leysa verkunina vel af hendi, í stað þess trassaskapar, sem oft á sér stað. K. B. Hraði skipa og báta. Þegar mótorbátur, sem fer frá Reykja- vik og ætlar að halda beint út höfnina og stefna laust af Akranesvita, er þvers af Engeyjarljósinu eða vitanum, þá er bein stefna, þar til komið er þvers af Akranesvita í hæfilegri fjarlægð til að halda inn á Lambhúsasund, nál. 9,4 sjó- mílur, frá hafnarmynni um 10,4 eða 10‘/2 sjómíla. Þetta má þó mæla nákvæmar, en það munar ekki miklu. Oft er hér stælt um það, hvað þessi eða hinn bátur fari margar sjómílur á klukkustund, en vanalega endarþrefþað með óvissu. 1 öðrum löndum er almennt að mæla sjómiluna á hentugum stað, merkja hana á landi með einhverjum greinilegum merkjum og reyna hraða skipa og báta þar, einkum er smiði þeirra er lokið og eigendur vilja ganga úr skugga um, hvort skip eða bátur nær umsömdum hraða. Skipin koma á fullri ferð í merkin og timinn, sem fer til þess að komast að endamörkum er hraði bátsins á þeirri sjómílu, eins og hann þá er á sig kom- inn, tómur, með hálffermi eða hlaðinn. Hér eru ágætir staðir, þar sem marka mætti sjómiluna og nóg rúm til þess, að bátar eða skip geti verið á fullri ferð, þegar þeir koma í merkin og mflan byrjar. Þegar um jafnmarga báta er að ræða og hér og jafnmargar stælur heyrast um hraða þeirra, færi vel á þvi, að til væri staður, þar sem sjómenn og skipaeig- endur gætu gengið úr skugga um, hversu hratt fleyta þeirra geti farið, í lygnum sjó og straumlausum. Reykjavík 16. ágúst 1932. Sveinbjörn Egilson. Frá ráðuneyti forsætisráðherra. Hér með skal Fiskifélagi íslands tjáð, að með pólskri tilskipun frá 28. júni s.l. hefur innflutningstollurinn í Póllandi á saltsild verið lækkaður um 33V8°/o, þ. e. a s. niður í 10 zloty pr. 100 kg. Tolllækkun þessi gildir lil 31. desbr. næstk. en er því skilyrði bundin, að það fari ekki yfir 60 síldar í hver 10 kg. Síldveiðin 1932. 16. júlí. Saltað Sórverkað í bræðslu tn. tn. hektol. Siglufjöröur » 399 5 372 Samt. 16 júli 1932 . » 399 5.372 Samt. 18. júlí 1931 . 11.255 4.436 95 509 Samt. 19. júlí 1930 . 12.490 60 82.243 Fiskifélag íslands. 23. júlí. Saltað tn. sérverkað tn. í bræðslu hektol. Vestfirðir )) » 19.192 Siglufjörður 500 3.899 54.870 Eyjatjörður 427 877 » Samt. 23. júlí 1932 . 927 4.776 74.062 Samt. 25. júlí 1931 . 13.137 22 322 129889 Samt. 26. júli 1930 . 60.643 2.412 196 800 Fiskifélag íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.