Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 8
186 ÆGIR að heinian, er mjög erfitt að gjöra sér fullkomlega grein fyrir hve miklu skað- inn nemur. Eru til þess mörg rök. Venjulega reyna fiskkaupmenn að sjálf- sögðu að selja fiskinn svo fljótt sem auðið er, til að hindra frekari útbreiðslu hans. En ef slík sala tekst eru þeir að sjálfsögðu lítið opinskáir um hana, svo að fregnir um hana berist hvorki til keppinauta þeirra, né heilbrigðislögregl- unnar. En ef fiskurinn er áberandi rauður svo hætta geti stafað af honum, eyði- leggja þeir hann í kyrþey svo ekki kom- ist óorð á fisk þeirra. í Kanada hefir skaðinn verið áætlaður frá 2, 5 — 40%>, svo þegar þess er gætt að á sendingu þeirri sem áður ér getið, og nam einum þúsundasta af saltfiskútflutningi okkar, varð skaðinn um 30 000 kr. er full ástæða til að vera á varðbergi, gegn því að roðinn leggist í land. 1 janúar síðastliðnum fóru að berast fregnir um það að einkennilegur roði hafi komið fram á fiski í nokkrum ver- stöðvum við Faxaflóa. Lýstu allir honum á einn veg, sem bleikum eða rauðum rákum, sem kæmu aðallega með dálk- inum. Töldu sumir sem ég talaði við, að þetta kæmi af járni í saltinu, en aðrir töldu, að hann mundi stafa af rauðátu, sem verið hefði i görninni, og ekki verið hreinsuð nógu vandlega burtu. (Vil ég geta þess að ég hefi séð blett á fiski undan rauðátu, en hann var ólikur rauða jarðslaganum, enda við gotraufina og ekki með dálkinum). Fyrir flestum var þetta þó ráðgáta og leiddu þeir eng- um getum að orsökinni. Kristjáni forseta Bergssyni datt þó í hug að hér mundi vera samskonar skemd að verki og Kanadamenn höfðu rakið til saltsins. Lánaði hann mér ritgjörð um rannsóknir próf. Harrisons, sem manna best hefir rannsakað skemdir þessar, en hann kennir þær gerlum sem lifa í fersku salti, en drepast þegar saltið er fullstaðið. Fórum við Jón Magnússon yfirfiski- matsmaður til einnar af þessum ver- stöðvum og athuguðum fisk með þessum roða, er tekinn hafði verið frá, er fiskur þaðan var sendur út. Hafði roðinn að- eins komið í nokkur geymsluhús þar, en verstur var hann í miðstafla eins húss- ins, nokkurnveginn miðjum. Bar lítið á roðanum í flestum fiskunum, en aftur var hann mjög áberandi í nokkrum sem voru lítið þurkaðir. Fylgdi hann dálk- inum og síðan öllum beinum í hrygg og þunnildum, svo engu var likara, en beinin hefðu verið dregin upp með pensli. Sagðist Jón aldrei hafa séð þetta í fiski fyr, og sama sögðu margir fullorðnir menn. Minnist ég á þann möguleika að roð- inn kæmi úr saltinu og þóttust menn þá hafa tekið eftir þvi að helst hefði borið á roða þessum hjá mönum, sem voru litt birgir af salti. Vildu þeir því kenna van- söltun um roðann. En ekki sögðust eig- endur rauða fiskins þó hafa komist í saltþrot. Tókum við Jón nokkra fiska með okkur til Reykjavikur, og fórum með þá á rannsóknastofu háskólans. Hafði forstöðumaður hennar, hr. Niels Dungal, lofað mér að líta á roðann, en sagðist ekki hafa tæki til að rannsaka hann fyllilega. Svo sem síðar mun getið fékk ég þó bréf frá honum um mánaðarmót- in siðustu, og var hann búinn að rann- saka hann sem föng voru á. Eftir að hingað kom hefi ég minnst á rauða jarðslagann við flesta innflytjendur hér á Spáni og í Portúgal. Voru skoð- anir manna á honum jafn mikið á reiki og skoðanir manna heima. Sumir héldu að roðinn kæmi af þvi að blóð væri í fiskinum, aðrir af því hann væri illa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.