Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 12
190 ÆGIR munandi stöðum á Spáni og tókst að finna samskonar bakteríur í 2 þeirra nl. í salti frá Ibiza og St. Paulo, en ekki í salti frá Torre Vieja. Það má því telja fullsannað að rauði jarðslaginn, sem hér um ræðir stafi af saltsólgnum bakterium, sem berast í fiski- inn með saltinu. Ekki er ósennilegt að sumar tegundir af salti séu lausar við þennan ófögnuð og væri því mikilsvert að athuga hvaðan helst bæri að kaupa salt, sem er laust við þessar bakteriur. Með kærri kveðju, Yðar Niels Dungal. Er ég hafði fengið þetta bréf, sýndist mér það nokkurnveginn óyggjandi, að hér sé sama plágan að verki í okkar fiski og í fiski annara þjóða. Þá er að athuga hvað helst sé hægt að gjöra til að útrýma roðanum eða halda honum í skefjum. Er það auðvitað fyrst og fremst með því að flytja salt til landsins, sem er laust við gerlana, en síðan að hindra að þeir berist í það eða fiskinn aftur. Eins og áður er getið er gerillinn eingöngu í sjáfarsalti. Virðist því tryggasta leiðin að nota námusalt og Liverpool- salt. En þá er þess að gæta, að það er varhugavert fyrir okkur, að draga úr innkaupum okkar hér á Spáni, því saltið er svo að segja það eina, sem við kaup- um í þessu aðalmarkaðslandi okkar. Þyrftum við því heldur að auka innkaup þaðan, en draga úr þeim, enda er sjáfar- salt talið hafa ýmsa kosti, sem annað salt hefur ekki. Próf. Harrison telur að hægt sé að dauðhreinsa saltið með tvennu móti: 1) með því að geyma það í sex mánuði og 2) með því að hita það upp. Sjálfur getum við naumast geymt saltið í sex mánuði vegna rýrnunar og vaxtataps. Mundum við þvi verða að semja um það við Spánverja að þeir láti okkur fá fyrsta salt hvers árs. Saltið er aðallega unnið svo að það má byrja að taka það í seinnihluta júnímánuðar og má segja að þessi fyrsta »uppskera« sé búin í ágústmánuði. Ætti það salt því að vera fullstaðið í lok desember og síðar. Síðan er nokkuð salt tekið í september, en það salt verður ekki fullstaðið fyr en í mars. Þyrftu íslenskir saltkaupmenn að reyna að fá fyrsta saltið, svo að það verði sem elst áður en það kemur í fiskinn. Þyrftu helst að fylgja því vottorð um hve lengi það hefur staðið, er því er útskipað. Ef salt er talið grunsamlega nýtt, er hægt að dauðhreinsa það með því að hita það upp með lofti. Telur próf. Harrison að nóg sé að hita það upp í 100 stig celsius og halda þeim hita á því í 30 mín, En dr. Cloake telur nauð- synlegt að hita það upp í 120 stig c. Þó slík dauðhreinsun mundi ef til vill nokkuð dýr, mundi hún samt svara kostnaði, þar sem veiðar byrja svo snemma, að ótryggt sé að saltið sé orðið nógu gamalt. Hefi ég beðið Dungal að rannsaka þetta, en slíkt tekur að sjálf- sögðu nokkuð langan tíma. Vel má þó vera, að hægt sé að breyta eða bæta svo við vélarnar í fiskþurkunarhúsunum, að hægt sé að hita saltið upp með þeim, því það mundi draga mikið úr kostnaðin- um. Ætti stöð, sem eingöngu notar dauð- hreinsað salt og að geta krafist hærra verðs, en hin sem selur með roðahættu. En þá er athugandi, að saltið getur smitast úr húsunum þar sem það er geymt, og fiskurinn smitast af þvotta- körum, burstum og öðrum áhöldum. Er nokkur hætta á að gerillinn leggist í húsin,ef þau eru ekki sótthreinsuð, sérstak- lega ef þar hefur verið fiskur, sem hefur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.