Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 13
ÆGIR 191 roðnað, því hann mun ósýnilegur þangað til hann hefur náð nokkrum þroska. Nú eru flestar góðar verkunarstöðvar sótt- hreinsaðar og kalkaðar árlega, svo sem sjálfsagt er þar sem unnið er að mat- vörum, en það þarf að lögleiða sótt- hreinsun, svo að engin falli úr. Er talið að fulltrygg sótthreinsun sé að bera á húsin blöndu, sem gjörð sé úr einum hluta af brennisteinssýru gegn 50 hlutum af vatni, eftir að búið er að þvo húsin vandlega úr fersku vatni. Síðan þarf að kalka húsin. Verður kostnaðurinn ekki nema hverfandi móti því beina tjóni, sem við biðum árlega af rauða jarðslaganum einum. En enda þótt allur þrifnaður sé við- hafður er ef til vill ekki hægt að búast við, að við getum útrýmt jarðslaganum algjörlega. Hver einasti saltfarmur getur borið hann til landsins aftur, þó búið sú að útrýma honum í eitt skifti, eða e>tt ár. En með aðgæslu ætti þó að Vera hægt að halda honum svo í skefjum, að hann geri okkur ekki það tjón, sem hann hefur gert sumum keppinautum °kkar undanfarið. Virðingarfyllst, Helgi P. Briem. P. t. Bilbao, 29. júlí 1932. Hér í Bilbao slanda menn nokkuð svipað gagnvart sölusambandinu og í Harcelona. Þeir telja rétt að mynda sam- bandið til að hindra frekari verðlækkun, virðast hinsvegar telja mikla hættu ®ð það sprengi verðið upp úr þvi, Sem neyzlan getur borið, svo að hún ^innki verulega. Hafa ýmsir innflytjendur bitið sig fasta i þá firru, að neyzlan minki verulega, ef verðið i heildsölu fari upp úr 90 peset- svo að hægt sé að selja hálf-kílóið a einn peseta í smásölu. Munu 10—15 cents varla gera mikinn mun, enda var meðalverðið i smásölu, árið 1930, 2.20 pes. samkvæmt upplýsingum verzlunarráðs- ins hér. Er meiri hætta á samkeppnínni frá nýja fiskinum, en hún er nú með minnsta móti sem stendur, vegna þess, að svo margar sardínu-niðursuðuverk- smiðjur starfa ekki, og er verðið á þeim ekki svo hátt að það svari kostnaði fyrir menn að stunda veiðarnar án þess að geta selt í niðursuðu. Liggja þær veiðar þvi að mestu niðri og færa mönnum ekki þá björg, sem þær hafa gert. Eru það sérstaklega smá-innflytjendur sem telja, að með 24 sh. verði, geti þeir ekki selt fyrir 90 pes, svo að þeir hafi þann ágóða, sem þeir þurfi að hafa. Með núverandi gengi (£ er 44 pes.) er cif verðið 52.80 pes, en beinn kostnaður mun nema 33—35 pesetum. Mun þó mega reikna að innflytjandinn fái um 4 pes. í brúttó-ágóða á pakka, því nú er gull-uppbótin á innflutningstollinum töluvert minni en áður, vegna þess hve pesetinn hefur hækkað i verði. Svo sem kunnugt er nemur tollurinn 25.60 gull- pesetum af hverjum 100 kg., en að auki er 1% lendingar-tollur (impuesto atar- razanas), svo þessi tvö gjöld nema til samans 25.86 gull-pesetum. Gull-viðauk- inn er ákveðinn 1., 10. og 20. hvers mánaðar, og var t. d. 155°/® þann 15. apríl en er nú l35°/o. Munar þessi lækkun því um 2.60 pesetum á pakka. Birgðir eru hér töluverðar af fiski frá Færeyjum, þvi hvert skipið hefur komið á fætur öðru, þaðan stðastliðna viku. Eru því litltar birðir eftir í Færeyjum og áætlaðar að eins 2000 smálestir, en að minnsta kosti helmingur þeirra er talinn seldur, og að hann muni fara í þessari viku. Hafa þeir því hækkað mjög verðið á því sem eítir er, því þeir telja, að Bilbao muni vera búinn með saltfisk

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.