Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 11
ÆGIR 189 eins og 1930, sem var sérstaklega slæmt, í þessu tilliti. Sýnist mér þetta alt styðja mjög kenningar próf. Harrison. Við vitum ekki til að harðfiskur eða annar fiskur, sem verkaður er með litlu salti, roðni. Roðinn virðist fylgja saltinu. En að flskur roðni frekar í miklum aflaárum, og þegar menn eru að komast í saitþröng, getur haft aðra orsök, sem sé þá, að þeir sem eru að verða saltlitlir kaupa ferskt salt, sem ekki er nógu staðið. Með því áð nota það undir eins, fær gerill skilyrði til að þroskast, sem hann hefði ekki fengið, ef saltið hefði verið geymt í sex mánuði. Virðist þvi sem, að er þessi mikli tískur veiddist, hafi bæði Kanadamenn og við komist í saltþröng og hafi þurft að kaupa nieira salt, en venja er til, og hafi þá verið sent heldur ferskt salt. Einnig var mikill roði i fiski á stríðsárunum, og kemur það einnig heima við þessa kenn- ingu, því vegna eftirspurnarinnar, bæði á salti og skipakosti.gatþaðverið alvegundir hælinn lagt, hvort salt var selt fullstaðið. Er ég fór að heiman taldi Dungal það alveg óvíst að hann gæti sinnt rannsókn á roðanum nokkuð frekar. Er hingað kom var það því eitt af minum fyrstu verkum taka nokkur sýnishorn af fiski, sem hafði roðnað, og senda próf. Harrison. Bað ég hann að rannsaka hvort hér væri sama skemdin að verki og hann hafði rannsakað áður og lýsti ég gangi hennar eftir getu. Því miður náði það hréf ekki i próf. Harrison. Var það endur- SeQt til mín eftir að hafa farið fram og aftur um Kanada. Veit ég ekki hvað um hann hefur orðið, en dró að senda skýrslu um roðann vegna þess að mér Þótti ekki nógu tryggt að byggja eingöngu a likum og athugunum mínum. Eu nú um mánuðamótin fékk ég eftir- farandi bréf frá Dungal: Reykjavík, 18. júní 1932 Herra verslunarerindreki Helgi Briem Barcelona. Við höfum nú gert töluverðar rann- sóknir á skemdunum í sallfiski þeim, sem þér færðuð mér rétt áður en þér fóruð til Spánar og skal ég nú láta yður vita það helsta um árangurinn. Að rann- sóknunum hefur að mestu leyti unnið stúdent, Sigurður Pétursson, sem nú er að leggja stund á tekniska Bakteriologi. Við höfum aðeins rannsakað rauðu skemdirnar. I þeim finnst mikið af hreyfanlegum, stafmynduðum bakteríum, nokkuð ólíkar að útliti þegar þær eru teknar úr fiskinum. Út af skemdunum var sáð í fiskagar með mismunandi miklu fiskinnihaldi f, frá 5—25°/o matarsalt og látið standa við mismunandi hita, nl. 0 stig, 30 stig og loks úti (8 — 15 stig). Við 0 stig óx ekki neitt og ekki er kominn vöxtur eftir 8 daga við útihitann, en við 30 stig var kominn vöxtur eftir 4 daga í saltkoncentration frá 5—15u/o. Þessi vöxtur var greinilega rauðleitur og reyn- dist hreingróður af stöfum, samskonar og þeim sem fundust í roðanum í fiskinum. Til að sanna að þetta væri sama bakterian og sú, sem roðanum veldur, tókum við 2 stk. af óskemdum fiski, steriliseruðum þau við 120 stig í hálftfma og sáðum siðan agargróðrinum á annað stykkið, en engu á hitt. Fiskstykkin voru geymd sitt í hvoru lagi í sterilum glerskálum, og báðar síðan geymdar fyrst við 30 stig og síðan við stofuhita. Eftir fimm vikur var stykkið, sem agargróðrinum hafði verið sáð á orðið ljósrautt, og það mjög greini- lega, en hitl stykkið, hafði engri litbreyt- ingu tekið. Við smásjárrannsókn á rauða stykkinu fundust bakteriur samskonar og i upprunalega skemmda fiskinum. Loks fengum við 3 sýnishorn af salti frá mis-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.