Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 20
198 ÆGIR tæftur, sem kendar eru við þá, sjást glögg- lega ennþá. ósinn hefur mikið grynnt, frá því að elstu menn muna. Nú er hann ekki gengur nema smáskipum og legu- svæðið, sem er nægilega djúpt, er fremur lítið og nær skammt inn frá ósnum. Geysistórt akker, er til sýnis, sem hefur verið fiskað upp úr Lónsfirði, þar sem nú er vel vætt um fjöru. Er það greinileg sönnun þess, hve fjörðinn hefur grynnt og eins um' hitt, að þar hafa fyr á árum komið myndarlegar fleytur. Hins- vegar mun tæpast hætt við því, að Papós geti ekki verið athvarf báta sem stunda frá Hornafirði í tíð núlifandi manna, en þó svo færi, þá er afdrepið norðan við Papósskerin ágætt í suðlægum áttum og því engin þörf að fara inn sjálfan ósinn. Sunnudaginn 5. júní hélt ég fund á Höfn. Þar hefur engin fiskideild verið áður. Virðast Hornfirðingar áhugamenn um marga hluti og voru fúsir á að stofna með sér fiskifélagsdeild. Var deildin síðan stofnuð og voru stofnendur 29. Stjórnina skipa þessir menn: Jón Guðmundsson, Jón Brunnan, og Benedikt Steinsson. Á fundinum voru rædd ýms mál, sem varða Hafnarbúa, og voru þelta þau helstu: 1. Dýpkun Heppuræsis á Höfn 2. Innsiglingaljós á Hornafirði 3. Fiskimat á Hornafirði 4. Silungaklak 5. Lóns-siminn. Skal ég nú lítillega skýra þessi mál. Dijpkun Heppurœsis. Eins og kunnugt er, þá er höfnin á Hornafirði mynduð af Hornafjarðarfljóti. Vegna flatlendis, sem þarna er, er þetta einna likast firði eða stöðuvatni til að sjá. Fióir fljótið þarna á milli eyja og hólma í mörgum álum eða ræsum, sem siðan sameinast í einni rás til sjávar: Hornafjarðarós. Við einn af þessum álum eru aðalverbúðirnar. Þegar þær voru reistar, var állinn svo djúpur, að bátgengt var eftir honum um fjöru. Nú aftur á móti er ræsi þetta orðið svo grunnt, að til vandræða horfir. Stafar þetta af því, að fljótið hefur breytt sér þannig, að nú rennur minna af því um þetta ræsi, en aftur hefur aukist vatnsmagn í ræsum fyrir vestan. Nú er það skoðun Hornfirðinga.að með því að beina meiru af fljótinu i þetta Heppuræsi, þá muni það sjálft — fljótið — sjá um frekari aðgerðir við dýpkunina. Telja þeir að þetta megi gera á mjög einfaldan hátt, án mikils kostnaðar, en eftir því, sem þetta er dregið lengur, gelur orðið meiri erfiðleikum bundið og engu líkara en Hafnarmenn verði að lokum með bryggjur sinar á þurru landi, ef ekkert er að gert. Um innsiglingaljós er þetta að segja: Eins og nú er, er það Hvnnneyjarviti, sem vísar leiðina inn að Ós. Þetta er horn- viti. Hornin sem hvita Ijósið nær yfir og vísar leiðina upp undir Hvanney, að austan og vestan, eru það breið, að þegar brim er, brýtur landmegin í hvita horninu, minstakosti í þvi horninu, sem austur lýsir. Með því aítur á móti að hafa tvo vita, sem bæru saman, eða einn vita með mjóu horni, sem sýndi leiðina þétt austan við svonefnt Eystrasker, þá má koma þessum ljósmerkjum eða Ijósmerki þannig fyrir, að það sýni einhverja allrabestu leiðina yfir »grynnzlið« alla leið inn að Ósskjafti. Um fiskimatið er það að segja: að nú á síðustu árum hafa Hornfirðingar fyrst byrjað litilsháttar að verka fisk sinn sjállur. Sendu hann áður óverkaðan austur á firði. En eftir að þeir byrjuðu á fiskverkun sjálfir, þurftu þeir að senda fiskinn ómetinn austur og láta meta hann þar. Nú óskuðu þeir að fá sína eigin fiskimatsmenn. Sveinn yfirfiskmatsmaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.