Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 17
ÆGIR 195 Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi frá 1. apríl til 1. júlí 1932. í aprilmánuði aflaðist mjög lítið. Enda var hvorutveggja: ógæftir og dæmafá aflatregða, þegar á sjó var farið. í maímánuði kom aftur aflahlaup á Hornafirði og mátti heita ágætur afli fyrra hluta þess mánaðar, enda var þá dálítið sótt á Hornafjarðarmið af bátum norðan af fjörðum, jafnvel af Norðfirði og Seyðisfirði og má telja það langt farið eftir afla, þegar um báta er að ræða, sem eru það litlir, að þeir ekki geta »saltað í sig«, en verða að flytja fiskinn heim úr hverni »Iögn«. Litlu síðar kom dágóður afli út af Austur-Horni og var sótt þangað af »fjörðunum«. En aflinn út af Austur-Horni stóð ekki lengi þar. Aftur á móti hélzt aflinn út af Horna- firði i */2 mánuð og virtist aflamagnið nokkurnveginn hið sama allan þann tíma. Hornafjarðarbátar öfluðu beitu þar alla vertíðina að mestu, en eftir þann tíma fengu þeir beituna senda frá Seyðisfirði og Mjóafirði, en á þessum fjörðum var næg millisíld allan veturinn. Ei'tir miðjan niaí var nokkur afli kominn út af Aust- fjörðum og sóttu bátarnir þá mest að svonefndu Reyðarfjarðardýpi. En mjög var aflinn mishittur. Þessi atlareytingur hélzt fram undir miðjan júní. Beita var allt af næg á hinum nyrðri fjörðum og siðari hluta maí kom einnig sild á Reyð- arfjörð og Fáskrúðsfjörð. Sildin á fjörð- unum var stöðug fram undir júnílok, en hvarf þá um tíma. Þó varð aldrei síldarlaust með öllu á Reyðarfirði og Hskifirði og þegar þetta er ritað, sækja hátar af hinum fjörðunum beitu til Eski- fjarðar. Síldin á syðri fjörðunum var blönduð af millisíld og stórsíld. Nú má svo heita, að síldin, sem veiðist á fjörð- unum, sé millisíld einvörðungu.— Grunn- miðafiski hefur yfirleitt verið tregt fyrr en í júnímánuði á Vopnafirði og Skál- um, en þar byrjuðu bátar ekki veiðar fyrr en í þeim mánuði. Einstakar veiðistöðvar: Skálar. — Þar byrjaði veiði í júnimán- uði. Stunduðu hana 4 opnir vélbátar. Afli í júnílok: 10 skpd. stórfiskur og 114 skpd. smáfiskur. Á Grunnólfsvík og Baklcafirði var veiði lítið byrjuð í júnímánuði og hennar því ekki getið fyrr en í næstu skýrslu. Á Vopnafirði byrjaði veiði laust fyrir miðjan júnf. Stunduðu 6 opnir vélbátar. Afli: 10 skpd. stórfiskur og 110 skpd. smáfiskur. Allt veitt innanfjarðar. Á Borgarfirði hefur afli verið tregur. 3 opnir vélbátar og 2 róðrarbáfar hafa tekið þátt í veiðinni þelta tímabil, þegar flestir hafa verið, en mikið af tímanum hafa að eins 2 opnir vélbátar stundað og þó ekki að staðaldri. Afli alls: 3 skpd. stórfiskur og 63 skpd. smáfiskur. Seyðisfförður. Eins og getur um í fyrri skýrslu minni, stunduðu 9 vélbátar af Seyðisfirði veiðar á Hornafirði í vetur, og er því nokkuð af afla Seyðfirðinga talið í Hornafjarðarafla. Sama gildir um Norðfirðinga og Eskfirðinga. Bátar, sem stunduðu af Seyðisfirði, þegar flestir voru: 3 vélbátar yfir 12 lesta, 16 vél- bátar undir 12 lestir og 9 opnir vélbátar. Afli samtals á Seyðisfirði 80/«: stórfiskur 912 skpd., smáfiskur 271 skpd. Með Seyðisfjarðar-bátunum eru taldir þeir bátar er heima eiga út með firðinum. Mjóifjörður. 2 vélbátar undir 12 lestir ganga þaðan. Auk þessa innanfjarðar- veiðin á skektum, en þar hefur ekkert verið um sjóferðir síðan í maílok. Veiði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.