Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 21

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 21
ÆGIR 199 Árnason hefur nú dvalið suður þar og er þetta nú komið í kring. Um silungaklakið skal ég vera fáorður, brestur kunnugleika. En svo mikið veit ég, að allmikið er af silungi í Horna- fjarðarfljóti. Veitti ég því eftirtekt, að menn voru að standsetja kolanet og silunganet og sagði mér greindur maður, að þeir Hornfirðingar gætu haft nýjan silung og kola, allt sumarið með því að hafa úti netstubba. Er þvi skiljanlegt, að Hornfirðingar vilji fylgjast með því, sem gerist i þessum efnum. Áður en ég skil við Hornfirðinga, langar mig til að minnast á eitt, en það eru ræktunarmáJ þeirra. Vona ég að erindreki Fiskifélags íslands þurfi ekki endilega að vera svo sjóbundinn, að honum ekki verði þetta fyrirgefið. Landið inn frá Höfn og reyndar öll sveitin þar inn af, mun vera eitthvert hentugasta land, sem þekkist á voru landi til ræktunar. Má svo segja, að langt verði að fara inn í landið til að finna stein. Fetta hafa Hafnarbúar not- fært sér. Þeir hafa stofnað með sér félags- skap og brotið landið í stórum stíl. Hafa grasrækt mikla og garðrækt það mikla, að þeir selja mikið af garðávöxtum. Hver einasti íbúi á Höfn hefur grasnyt og garð- rækt. Þar er enginn þurrabúðarmaður og þar enginn á sveitinni. Ekki svo að skilja, að þar séu efnamenn. En þar eru naenn, sem njóta góðs af hvorutveggju: sjó og landi. Að vísu er aflamagn á Horna- firði ekki svipað því eins mikið og í ver- slöðvum sumstaðar annarsstaðar á land- inu. En það mun líka vera sá staðurinn á landinu, þar sem ódýrast er að gera tit. Þegar litið er til afkomu Hornfirðinga, verður manni á að spyrja: Mun það ekki verða happadrýgst til afkomu fyrir þá, sem lítið hafa milli handa, að þeir geti notið nokkurs bæði frá sjó og landi? Og myndi það ekki verða happadrýgra, ef samstarf og skilningur gæti tekist á milli sjávar og sveita, heldur en að alið sé á sífeldri úlfúð á milli sjávar- og sveita- manna. Djúpivogur. Frá Hornafirði var ferðinni haldið áfram til Djúpavogs. A leiðinni kom ég við i Papey og dvaldi þar hluta úr degi. Lá vélbáturinn á meðan bund- inn við klöppina í hinum einkenuilega Selavog, sunnan á eyjunni, var þó dálítill suðvestan kaldi. Á eyjunni norðanverðri er annar vogur — Áttæringsvogur — sem veitir ágætt hlé fyrir suðlægum áttum. - Getur Papey veitt smáskipum ágætt skjól, hvaðan sem vindur stendur. Fór ég um mikinn hluta eyjunnar með hin- um alþekta höfðingja, Gísla Þorbjarnar- syni, og fræddi hann mig um margt. — Á Djúpavogi dvaldi ég einn sólarhring. Ekki varð af fundarhaldi þar. Fremur virtist mér dauft yfir útgerð á þeim stað. Ætlu þó bátar þar, að standa betur að vígi um að sækja á flest þau mið, sem Fáskrúðsfirðingar fiska helst á Yil ég t. d. nefna miðin út af Austur-Horni, við Berufjarðardýpi og við Hvalbak. Á öll þessi mið er heldur skemmra frá Djúpa- vogi en Fáskrúðsfirði. Orsökin mun vera sú, að fyrir nokkrum árum, þegar sílis- göngur fóru árlega norður með landi fiskuðu Djúpavogsmenn með haldfæri. Var þetta kostnaðarlítil útgerð og gafst vel. Hin síðari árin, hefur sílisfiskur aftur á móti ekki komið austur með fjörðum, svo nokkru nemi. Það er algild venja, að menn treysti nokkuð á, að fiski- göngur hegði sér svipað og áður og þessvegna munu Djúpavogsmenn ekki hafa viljað leggja í þann kostnað, sem er því samfara að stunda línuveiðar af krafti og skal ég engan dóm á það leggja hvort þetta sé rétt eða eigi. Flestir, sem sjó stunda af Djópavogi hafa nokkra grasnyt og garðrækt og hjálpar það þeim áreið- L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.