Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 7
ÆGIR 185 Kemur heibrigðislögreglan öðru hvoru i vöruskemmur innflytjendanna, og ef hún finnur fisk með roða, er hann gerður upptækur og allur annar fiskur með volt af roða. 1 Portúgal, er tekið strangar 3 því ef fiskkaupmaður eyðileggur ekki fisk með roða jafnótt. Hellir lögreglan steinolíu yfir fiskinn og lætur síðan fleigja honum út í sjó, en kaupmaðurinn er sektaður. Ef hann hefur reynt að dylja roðann, er hann dæmdur i fangelsi. Þora Portugalsmenn því ekki að kaupa fisk, sem grunur getur leikið um, að sé með jarðslaga. Þar eð ég hefi áður getið um roða í smásendingu á fiski er nam 1500 pökkum, leyfl ég mér að taka hana sem dæmi skaðann af roðanum og hvernig Þetta lítur út í augum inuflytjenda hér. Er sendingin kom fram var útflyt- jandanum í Reykjavík símað að 1000 pakkar líkuðu vel, en roða vottur væri * 500, en tveimur vikum seinna, að allur fiskurinn væri orðinn rauður. Er ég fór °g hitti innflytjandann nokkru seinna Sagðí hann mér að hann hefði orðið að fleygja 425 pökkum, samkvæmt úrskurði lögreglunnar, en til að losna við afgang- lnn, hafi hann orðið að selja hann fyrir /s gangverðs, eða fyrir 60 peseta, en gangverð kvað hann þá hafa verið 85 — Afi peseta. Sýndi hann mér bækur sínar hl að sýna mér, að hann segði þetta satt. Gat ég auðvitað ekki sannfært mig um, að allur fiskurinn hafi farið fyrir þetta verð, en megnið af honumseldi hann þó ár- eiðanlega fyrir 60 peseta. Geimsluhús hans voru mjög góð, en ekki með frysti- hlefum frekar en önnur geymsluhús í Þeim bæ. Ef við teljum að hann hefði getað selt fiskinn, fyrir 80 peseta upp og niður, heflr tap hans á fiskinum, sem fleygt Var numið 34 000 pesetum, en á þeim, sem hann seldi með 20 pesela afslætti 21500 pesetum, eða samtals 55 500 pes. Að skaðinn á ekki stærri sendingu getur numið uppundir 30 000 krónum, stafar auðvitað af því, að hann varð að greiða hinn gífurlega háa innflutningstoll af öllum fiskinum, einnig þeim, sem var fleygt. Innflytjandi þessi, sem var mesti sóma- maður, sagðist beygja sig algjörlega fyrir þvi, að fiskurinn hafi verið góður, er hann fór frá íslandi, er ég benti honum á að tveir þriðju af fiskinum hafi ekki verið farnir að skemmast fyr en fiskur- inn var kominn hingað suður eftir. En hitt skilja allir, að hann hugsar sig um tvisvar áður en hann kaupir aftur fisk frá íslandi. Úlflytjandinn heima segist selja fiskinn eftir vottorðum ríkismatsins, og er án ábyrgðar, og matið eða ríkið er auðvitað einnig án ábyrgðar í svona tilfellum. Endanlega lendir skaðinn á okkur, beint eða óbeint. Ef salan er föst kaupa innflytjendur fiskinn því lægra verði, sem þeir telja roðahættuna vera meiri og reyna að varast þá útflytjendur, sem hafa sent þeim fisk með rauðum jarð- slaga. En helst vilja þeir ekki taka fisk sem hætta getur stafað af, nema í um- boðssölu. Er hættan talin mest af létt- verkaða fiskinum, en því minni, sem fiskurinn er harðari. Einn stærsti inn- flytjandinn á Suður-Spáni sagði við mig fyrir nokkrum vikum, að íslenski fiskur- inn mundi geta útrýmt fiskinum frá Labrador, ef hann hefði ekki tvo galla: Hann léttist mikið á leiðinni, og ef hann færi að jarðslaga ættu kaupmenn of mikið í hættu. En egta labra fá þeir í umboðssölu, og eiga því ekkert í hættu er þeir versla með hann. Þó innflytjendur hér kvarti oft undan rauða jarðslaganum við mig og aðra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.