Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 26
204 ÆGIR skálarnar geymdar við ca. 30° C. Eftir ca. 2 vikur var sáningin til öryggis í- trekuð á sama bita og áður, og nokkru seinna voru skálarnar settar við stofu- hita. Eftir í allt 5 — 6 vikur sást rauður litur á bita þeim, sem sáð hafði verið á, og varð sá litur seinna mjög greini- legur, en sýnishorn það, er engu var sáð á, heldur enn þá áfram (eftir 8 vikur) sínu upprunalega útliti. Við smásjár- rannsókn á rauða sýnishorninu sáust bakteriur, sem liktust mjög þeim, er sá- ust í upprunalega fiskinum, að útliti; voru það mjög mislangir Gram-negatívir stafir. Nú var sáð út frá báðum sýnis- hornunuro, því rauða og þvi órauða, út á samskonar kjötsoðagar og áður, og ræktað við 30° C., sem fyr. Útfráórauða sýnishorninu hefur ekki neitt vaxið enn þá (eftir 10 daga), en í glasi þvi, er sáð var út á frá rauða sýnishorninu, sást greinlegur vöxtur eftir 2—3 daga, sem nú (eftir 10 daga) er orðinn mjög mikill og hefur sama útlit og gróðurinn, sem sýnishornið var smitað með. Við smásjár- rannsókn reyndist þessi gróður einnig gerður af mjög jafnlöngum staf-bakterí- um (lengd ca. 2—5 /i), og reyndust þær einnig Gram-negatívar. Til þess að finna við hvaða salt-inni- hald f ætinu og við hvaða bitastig bakt- eriur þessar yxu bezt, var gerð eftirfar- andi tilraun. í fisksoð-agar var sett mis- jafnlega mikið af matarsalti (5°/°, 10%, 15%, 20% og 25% matarsalt), og voru útbúin 3 glös af hverri tegund. Var nú sáð út á þau öll frá rauða fiskbitanum, sem sýktur hafði verið í tilrauninni áður, og af hverjum þremur glösum með sama salt-innihaldi var eift sett við 0°, annað við lofthita (óupphitað útihús), og það þriðja við 30° C. Eftirfarandi tafla sýnir vöxtinn eftir 4 og eftir 8 daga. (Meðal- hiti var þessa daga, samkv. upplýsingum frá Veðurstofunni, 9,4° C., maximum 15,4 og minimum 2,2° C). Eftir 4 d a g a. Hiti 0° Úti 5°/o 10°/o 15°/o 20% 25% ___ ___ 30° C + + + ' — Eftir 8 d a g a . Hiti 5°/o 10°/o 15% 20% 25% 0° _ Úti (+) — 30° C. + + + - — Þá var enn fremur reynt að rækta bakteríurnar við 30° C. á fisksoð-agar og kjötsoð-agar, og i fisksoði og kjötsoði, öll ætin með ca. 1% matarsalt, og uxu þær þar hvergi. Til þess að rannsaka vöxt og hreyfingu bakterianna i fljótandi æti, var þeim sáð í fisksoð, sem innihélt misjafnlega mikið matarsalt (0°/n, 5%, 10% og 15%) og ræktað við 30°. Eftir 48 stundir var vöxtur og hreyfing þeirra eins og eflir- farandi tafla sýnir. 0> 5 % 10°/o 15°/« Vöxtur — + + (+) Hreyfing — + ++ — Það sem komið hefur fram við rann- sóknina er þá þetta: 1. í upprunalegu skemmdunum fund- ust bakteríur, sem orsakað gátu samskonar skemmdir á heilbrigðum fiski, og eru þessar bakteriur sam- kvæmt því sennilega orsök rauða jarðslagans. 2. Bakteríur þessar eru staflaga og er stærð þeirra nokkuð mismunandi þegar þær vaxa á fiskinum (breidd ca. 1—2 /j, lengd ca. 2—10 /1), en á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.