Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 18
196 ÆGIR alls: 289 skpd. stórfiskur og 137 skpd. smáfiskur. Norðfjörður. Þennan ársfjórðung hefur bátatala á Norðfirði, þeirra er veiði hafa stundað, verið hæst sem hér segir: bátar yfir 12 lestir: 9, undir 12 lestir: 10 og 17 opnir vélbátar. Litilsháttar hefur verið veitt á róðrarbáta, en um það hef ég ekki getað náð skýrslu enn þá. Saman- lagður afli þessara báta er 30/s: 2034 skpd. stórfiskur og 510 skpd. smáfiskur. Eskifjörður. Þaðan hafa flest gengið 2 bátar yfir 12 lesta og 6 undir 12 lesta. Samanlagður afli þessara báta til júni- loka: 709 skpd. stórfiskur og 202 skpd. smáfiskur. Reyðarfjörður. Þar hefur lítið verið um útgerð, það sem af er árinu. 1 vél- bátur yfir 12 lesta hefur gengið þaðan og 1 undir 12 lesta. Þar hefur ekkert veiðst eftir miðjan júní, nema lítilsháttar inn í fjarðarbotni, og hefur það mest verið haft til heimaneyzlu. Afli þar: 118 skpd. stórfiskur og 30 skpd. smáfiskur. I Breiðuvík — Karlskála — Vaðlavík við Reyðarfjörð norðanverðan, hafa veiði stundað: 4 opnir vélbátar og 4 róðrar- bátar. Opnu vélbátarnir byrjuðu ekki fyrr en í júni-byrjun. Afli þar í júnílok: 47 skpd. stórfiskur og 38 skpd. smá- fiskur. Á Vattarnesi — Hafranesi — Kolmúla við Reyðarfjörð sunnanverðan halda úti 7 opnir vélbátar og 4 árabátar. 3 af opnu vélbátunum byrjuðu um miðjan júni. Afli til júniloka: 107 skpd. stórfiskur og 169 skpd. smáfiskur. Fáskrúðsfjörður. Sökum þess, að ég hef ekki fengið greinilega sundurliðaðar aflaskýrslur vélbátanna á Búðum og sundurliðun á afla opinna vélbáta og árabáta, sem stunda frá stöðum út með firðinum, þá verð ég að telja Fáskrúðs- fjarðaraflann í einu lagi í þetta sinn, en býst við að geta sundurliðað þetta síðar. Af Fáskrúðsfirði hefur verið baldið út 5 vélbátum yfir 12 lesta og 5 bátum undir. Eru bátarnir að vísu færri nú og áhafnir af þeim komnar á opna vélbáta eða árabáta. Opnir vélbátar: 13 og 4 árabátar. Samanlagður afli S0/6: Stórfisk- ur 2243 skpd., smáfiskur 609 skpd. og ýsa 126 skpd. Þótt afli á Fáskrúðsfirði sé meiri að tiltölu, en á hinum fjörðun- um, þá ber þess að gæta, að Fáskrúðs- firðingar hafa lagt allan sinn afla á land heima, þar sem nokkur hluti báta af hinum fjörðunum hefur haldið út frá Hornafirði á vetrarvertíðinni og því mikið af þeirra afla talið í Hornafjarðar-afla. Siöðvarfjörður. Þaðan hafa gengið 8 opnir vélbátar og 3—4 róðrarbátar. Veiði var þar bezt í aprílmánuði, en þá voru yfirleitt hörmungar-aflabrögð annars- staðar. Heildarafli þar í júnílok: stór- fiskur 35 skpd. og smáfiskur 254 skpd. Djúpivogur. Þaðan hafa gengið 3 vél- bátar yfir 12 lesta og 4 opnir. Einn af stærri bátunum var af Norðfirði, og var þarna skamman tima. Afli á Djúpavogi til júníloka: stórfiskur 269 skpd. og smá- fiskur 99 skpd. Hornafjörður. Þegar bátar voru flestir á Hornafirði, var tala þeirra, sem hér segir: vélbátar yfir 12 lesta 5, undir 12 lesta 17 og opnir 3. Hornafjarðarvertíð- inni var að mestu lokið um miðjan maí og veiddist mjög litið eftir þann tima. Nokkrir bátar voru farnir þaðan áður en mesta aflahlaupið byrjaði í maibyrjun. Heildarafli í Hornafirði varð: 4476 skpd. stórfiskur og 26 skpd. smáfiskur. — Um leið og ég lýk þessu yfirliti um aflann, vil ég geta þess, að ekki má búast við, að aflatölurnar séu algerlega réttar. Ég hef farið nákvæmlega eftir þvi, sem að skýrslusafnendur á hverjum stað hafa gefið mér upp. Vil ég mælast til þess

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.