Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 33

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 33
ÆGIR 211 Elzta seglskip í Danmörku. Seglskipið »Anna« frá Vejle, lá fyrir skömmu í Bogense, þar sem eitthvað lítilsháttar var verið að gera við það. Skipið er smíðað í Marstal árið 1793 og er enn þá í förum. Fyrir mörgum árum var »Anna« ár- lega á ferðum milli íslands og Dan- merkur og flutti vörur, en hin síðustu ár hefur skipið ílutt sement milli Mari- ager og Vejle. Þeim, sem skoðað hafa skipið og innviði alla, ber saman um, að efni allt sé sem nýtt, þrátt fyrir hinn háa aldur, 139 ár. Gömlu mennirnir smíðuðu skipin vel og úr góðu efni. Þannig segir í »Shipping Gazette« 3. ágúst s. 1., en galeas »Ida« (hét áður »De tvende Brödre«) er enn eldri, smíð- aður 1786 og gengur enn. Hann er 146 ára. Mótor hefur einnig verið settur í skipið »Margrethe« sem smíðað varl811 í Kolding. Það er að visu ekki nema 121 árs, en hlýtur að vera gott skip, úr því farið var að setja hann í, líklega 100 ára gamalt skip. Danir eiga mörg smá- skip, sem eru 60—70 ára og er þeim haldið vel við, enda efni gott og flest þeirra mu'nu fær að sigla um sjóinn, nokkra áratugi enn. Síldveiðar Dana í sumar. Eins og menn muna, þá gerðu Danir út skip til síldveiða i fyrra sumar. — Styrkti ríkið að miklu leyti útgerð þá, og telja Færeyingar, að styrkurinn hafi verið sjálfsagður eins og sakir stóðu þá, en hann var veittur sem lán til h/f. »Isvirki« á Færeyjum, sem síðar á árinu varð gjaldþrota — og gekk þá allur út- búnaður til síldveiðanna, svo sem nóta- bátar, herpinætur, reknet o. s. frv. inn í þrotabúið. Á uppboði, sem haldið var í Thors- hafn, keypli Köbenhavns Kul og Iíoks félagið, veiðafærin og báta fyrir afarlágt verð. Félagið K. K. K. stundar hér veiðar í sumar. Norðurhvels rannsóknirnar í Reykjavík. Hollensku vísindamennirnir og flug- mennirnir, sem eiga áð halda hér uppi rannsóknum í sambandi við pólárið, komu hingað 22. þ. m. með Lyra. Þeir komu með tvær flugvélar og ætla að fljúga á þeim daglega, þegar veður leyfir, eins hátt í loft upp og unnt er til rannsókna. — Byrjað var þegar á því að taka flugvélarnar upp niður á hafnarbakka og setja þær saman. Þær eiga að hafa bækistöð sína á túnunum sunnan við tjörnina. Foringi rannsóknanna er Dr. Canne- gieter. Hann segir að aðalástæðan til þess, að Reykjavík hefur verið valin sem rannsóknarstaður, sé sú, að þar geti far- ið fram norðurhvelsrannsóknir án þess að vísindamennirnir, sem þær stunda, þurfi að búa sig út sem pólfarar. Hann gerir ráð fyrir þvi, að hér verði flogið 400 sinnum alls, upp i 5000metra hæð. Fiugferðir þessar og veðurrann- sóknir geta haft stórkostlega þýðingu fyrir væntanlegar flugferðir yfir norður- hluta Atlantshafs, en á þeirri leið er Is-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.