Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 14
landið og njóta heilbrigðrar útivistar í sveit og við sæ. Mikilvægustu lögin í umhverfisrétti Norðurlanda eru þau, sem hér hafa verið nefnd, lög um mengunarvarnir, náttúruvernd og útivist, En rétt er að vekja athygli á því að ýmis önnur lög hafa verulega þýðingu varðandi umhverfisvernd. Byggingar og skipulagslög eru kannski þeirra mikilvægust. 1 slíkum lögum eru á öllum Norðurlöndun- um ákvæði um landskipulag, sem miða m.a. að því að vernda umhverfið og koma í veg fyrir lýti á því vegna óskipulagðra bygginga og byggða- hverfa. Um þessi atriði er fjallað í sænskum byggingarlögum (1947), norskum byggingarlögum (1965), finnskum byggingarlögum (1958) og íslenzkum skipulagslögum (1964) og byggingarlögum (1978). 1 Danmörku er fjallað um skipulag í aðskildum lagabálkum, lög um bæja- og landsskipulag (1969 og 1973), lög um skipulag sveitarfélaga (1975) og' byggingarlög (1975). Mikilvæg frá umhverfisréttarsjónarmiði eru einnig vatnalög hinna ýmsu Norðurlanda. Þau geyma m.a. ákvæði um varnir gegn mengun vatns og reglur um notkun og veitu þess. Hin norrænu vatnalög geyma ýmsar elztu réttarheimildir varðandi umhverfisvernd, sbr. vatnalög Svíþjóðar (1918), Finnlands (1961), Islands sbr. IX. kafla 1. nr. 15/1923, Noregs (1940) og Danmerkur (1969). Þá má hér loks nefna löggjöf um vöru- og framleiðslueftirlit. Mark- mið þessara laga er að koma í veg fyrir að framleiðsluvörur mengi umhverfi og valdi mönnum heilsutjóni. Tvö Norðurlandanna hafa sér- lög á þessu sviði, lög um framleiðsluvörur, sem hættulegar eru um- hverfinu og heilbrigði manna. Voru sett slík lög í Svíþjóð (1973) og lög um framleiðslueftirlit voru sett í Noregi (1976). Á öðrum Norð- urlöndum er fjallað um þessi efni í dreifðum lagaákvæðum, sbr. þó ísland, lög um eiturefni og hættuleg efni (1969). Skyld þessu eru lagaákvæði um meðferð sorps og endurvinnslu þess. II. Iíéttarúrræði í norrænum umhverfisrétti. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir því, hvaða úrræðum er helzt beitt í norrænni umhverfislöggjöf til þess að ná þeim markmið- um, sem að framan er lýst. Um ýmsar aðferðir er að velja, og er þeim beitt í mismunandi miklum mæli í löggjöf Norðui'landa. A. Beiting almennni stjórnvaldsfyrirmæla. Útgáfa almennra stj órnvaldsfyrirmæla er að mörgu leyti sú leið, sem hægast er að fara, þegar um er að ræða mótun réttarreglna um 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.