Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 33
hefur á að skipa mönnum með sérþekkingu og ræður yfir sérstökum tækjum til að leysa verkið af hendi.1 Ýmis rök mæla gegn reglunni um, að menn séu ekki bótaskyldir vegna skaðaverka sjálfstæðra verk- taka. Til dæmis hefur verið sagt, að sömu röksemdir hnígi að ábyrgð á skaðaverkum sjálfstæðra verktaka og ábyrgð vinnuveitanda á skaða- verkum starfsmanna. Þegar maður geri samning við verktaka, þá sé það til þess að verktakinn inni af hendi starf fyrir verkkaupa. Verk- kaupinn hagnist á verkinu og hann eigi að bera sinn hluta kostnaðar af því. Ennfremur hafa þau rök verið færð fram til stuðnings ábyrgð verkkaupa á sjálfstæðum verktaka, að hún hvetji verkkaupa yfirleitt til að semja við áreiðanlega verktaka, sem geta greitt allar venjulegar bótakröfur, sem á þá kunna að falla. Margt er líkt með norrænum skaðabótarétti og breskum og banda- rískum bótareglum. Má hér t.d. nefna regluna um vinnuveitandaábyrgð, sem í grundvallaratriðum er mjög svipuð ólögfestum reglum bresks og bandarísks réttar um ábyrgð vinnuveitanda á hegðun starfsmanns. I Englandi og Bandaríkjunum ber verkkaupi venjulega ekki fébóta- ábyrgð á skaðaverkum sjálfstæðs verktaka eða starfsmanna hans. Þessi meginregla sætir hins vegar svo mörgum undantekningum, að verulegur munur er annars vegar á enskum og bandarískum skaða- bótarétti og hins vegar norrænum reglum á þessu sviði. Þróun þess- ara skaðabótareglna meðal enskumælandi þjóða er svo forvitnileg, að ástæða er til að kynna reglurnar stuttlega. Til einföldunar verður hér einungis gerð grein fyrir bandarískum rétti (sbr. þó 6. kafla), en fyrst verður gefið lauslegt yfirlit yfir norrænan rétt. 2. NORRÆNN RÉTTUR Þegar danskar, finnskar, norskar og sænskar nefndir unnu að sam- ræmingu skaðabótaréttar á sjöunda áratug aldarinnar lögðu þær til, að lögleidd yrði sérstök regla um ábyrgð vegna sakar af hálfu sjálf- 1 Með orðunum „sjálfstæður verktaki" eða „sjálfstæður framkvæmdaaðili" er í skaða- bótarétti venjulega átt við aðila, sem hefur með höndum verk í þágu annars manns, án þess að vera „starfsmaður“ í merkingu reglunnar um ábyrgð vinnuveitanda, sjá Arnljótur Björnsson, Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveit- andaábyrgðar, Tímarit lögfr. 1979, bls. 57. Hér á eftir verður orðið verktaki notað. Ofangreind sjónarmið hafa áreiðanlega stuðlað að því, að í verksamningum er oft kveðið ó um, að verktaki beri bótaábyrgð á sök gagnvart þriðja aðila, sbr. t.d. 22.6 gr. ÍST 30 (ísl. staðall): „Verkkaupi ber einn skaðabótaábyrgð á tjóni, sem þriðji maður kann að verða fyrir við framkvæmd verksins, nema tjónið hafi hlotist af mistökum eða vanrækslu verkkaupa sjálfs eða manna úr starfsliði hans.“ 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.