Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 28
anda er ekki skertur og umferðin veldur honum ekki fjárhagslegum skaða, t.d. á ræktuðu landi. Innan girðinga er mönnum þó yfirleitt óheimilt að ferðast, nema með leyfi eiganda sbr. 11. gr. 1. 47/1971. Sérstakar reglur gilda almennt um umferð á ströndum, sem miða að því að þar skuli almenningur eiga frjálsan umferðar- og útivistarrétt, sbr. 20. gr. 1. 47/1971. Að því er varðar náttúruvernd á Norðurlöndum hefur skipulags- og byggingarlöggjöf mikilvægu hlutverki að gegna. Þar sem byggingar- leyfi þarf í dreifbýli, svo sem í Svíþjóð, Danmörku og á Islandi, er það almenn regla, að yfirvöld gæta umhverfissjónarmiða við veitingu slíkra leyfa, sbr. 1. gr. 1. 31/1978. I Noregi þarf hins vegar ekki býgg- ingarleyfi í dreifbýli, nema á skipulögðum svæðum og í Finnlandi er ekki krafizt byggingarleyfa í dreifbýli. í tveimur síðasttöldu löndunum er þó nú unnið að gerð nýrrar löggjafar um skipulagsmál, sem geymir ákvæði um skipulagsskyldu og byggingarleyfi í dreifbýli. a) Noreg'ur. Lög voru sett um náttúruvernd í Noregi 19. júní 1970. I 1. gr. lag- anna er rætt um markmiðið með setningu þeirra. Þar segir að nýta beri auðlindir landsins með tilliti til hins nána sambands, sem sé milli mannsins og náttúrunnar, og varðveita beri náttúrugæði landsins. Aðgerðir, sem hafa áhrif á náttúru landsins, má aðeins framkvæma í samræmi við víðtæka framtíðaráætlun um nýtingu náttúruauðlinda landsins, þar sem fullt tillit sé tekið til nauðsynjar þess að varðveita náttúrugæði í þágu þjóðarinnar. Er hér undirstrikað það markmið lag- anna að nýta auðlindir landsins á sem hagkvæmastan hátt. Þá er einnig að finna í lögunum ákvæði um ýmiss konar friðunar- svæði, svo sem þjóðgarða, friðlýsingarsvæði og náttúruminjar. Ef um beint eignarnám er að ræða, fær eigandi landsins bætur, en almennt ekki, ef um þær takmarkanir á eignarréttinum er að ræða, sem aðeins felast í friðlýsingu. Samkvæmt 20. gr. 2. mgr. láganna getur eigandi þó krafizt innlausnar landsins, ef honum reynist ekki unnt að nota það sér til hagsbóta sem fyrr. Ákvarðanir um friðlýsingu eru teknar af ráðherra. Unnt er að takmarka almannarétt í þágu friðlýsingar. Einnig er að finna í lögunum ákvæði, er varða starfsemi, sem tjóni getur valdið á náttúru landsins. Við framkvæmdir skal gera nau.ðsyn- legar ráðstafanir til þess að takmarka og koma í veg fyrir tjón á náttúrunni. Ef um stórframkvæmdir er að ræða, sem hafa í för með sér breytingu á náttúrufari eða verulegt tjón, verður ekki i þær ráðizt 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.