Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 39
4. UNDANTEKNINGAR, SEM LEIÐA TIL ÁBYRGÐAR VERKKAUPA Fyi-sti flokkur undantekninga varðar sök þess, sem unnið er fyrir (í Rest. 2nd er þessi aðili nefndur vinnuveitandi, „employer,“ en betur fer á að kalla hann verkkaupa). I 410.—415. gr. Rest. 2nd segir, að verkkaupi sé skaðabótaskyldur vegna tjóns, er rakið verður til mistaka eða vanrækslu verktaka við val, tilsögn eða eftirlit með verktaka. Hér er verkkaupi ábyrgur vegna þess, að hann á sjálfur sök. Ábyrgð hans byggist ekki á sök verktakans eða manna hans. Reglur 410.—415. gr. fela því ekki í sér undantekningu frá margnefndri aðalreglu um að verkkaupi sé ekki bótaskyldur vegna skaðaverka sjálfstæðs verktaka. I öðrum og þriðja flokknum (416.—429. gr. Rest. 2nd) eru hins veg- ar raunverulegar undantekningar frá reglunni. Annar flokkurinn varð- ar svokallaðar „non-delegable“ skyldur verkkaupa. Talið er, að í sum- um tilvikum sé starfsemi verkkaupa og samband hans við tjónþola þess eðlis, að á verkkaupa hvíli skylda, sem ekki verði „framseld“ (,,delegated“) verktaka. Ef þess konar „óframseljanleg" skylda er fyrir hendi, þá er verkkaupi bótaskyldur vegna sakar verktaka, þó að verkkaupi hafi gert allar eðlilegar ráðstafanir, sem krefjast verður af góðum og gætnum manni í hans sporum. „Óframseljanleg“ skylda í þessari merkingu getur byggst á skráðum eða óskráðum lögum, samn- ingi eða opinberu leyfi.20 Skulu nú nefndir þrír bandarískir dómar varðandi „óframseljanlegar“ skyldur. Law v. Phillips, 136 IV. Va. 761, 68 S.E. 2nd 452 (1952). Skemmdir urðu á kirkju í eigu safnaðar eins í Vestur-Virginiu, er sjálfstæður verktaki í þjónustu eiganda nágrannalóðar gróf grunn, sem náði um það bil einum metra lengra niður en undir- stöður kirkjunnar. Verktakinn gerði ekki nauðsynlegar ráðstaf- anir til að afstýra tjóni, svo að kirkjan seig og varð óhæf til notkunar. í dómi segir, að á hverjum landeiganda hvíli fortaks- laus skylda til að raska ekki stuðningi þeim, er nágrannabygg- ingar hafa af aðliggjandi jarðvegi. Þá segir í dóminum, að eig- andi lóðar, sem fær verktaka til að grafa á lóðinni, beri bóta- ábyrgð á sama hátt og hann hefði sjálfur unnið verkið, ef verk- takinn grafi aðliggjandi jarðveg frá húsi nágrannans. 20 Prosser, bls. 470. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.