Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 45
geta átt við um eitt og sama tilvikið (t.d. 416. og 427. gr. Rest. 2nd, sbr. bls. 136 hér að framan), og er algengt, að dómarar styðji niður- stöðu í skaðabótamáli við tvær eða fleiri reglur, sem skarast. Þetta leiðir oft til glundroða og mikillar réttaróvissu. Þróunin hefur verið sú að víkka gildissvið undantekninganna, og vilja menn litlu spá um hve langt dómstólar muni teygja þær.2S 5. ÓTENGT GÁLEYSI Ræddar hafa verið nokkrar reglur, sem fela í sér undantekningar frá aðalreglunni um, að menn séu ekki bótaskyldir vegna hegðunar sjálf- stæðra verktaka. Þessar reglur um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum sæta einni veigamikilli takmörkun, sem greint er frá í 426. gr. Rest. 2nd. Sú takmörkun varðar sök verktakans (eða manna, sem hann ber ábyrgð á) á atvikum, sem telja má til aukaatriða eða eru ótengd hinni sérstöku hættusemi verksins. Á ensku er þetta oftast kallað „collateral negligence," en stundum „casual negligence." Réttaratriði þetta þekk- ist ekki í norrænum rétti, en á íslensku mætti nefna það ótengt gáleysi. Reglan um ótengt gáleysi er mynduð af dómstólum, og í 426. gr. Rest. 2nd er leitast við að segja efni hennar í fáum orðum. Verði tjón rakið til ótengds gáleysis, ber verkkaupi ekki ábyrgð á því, þó að skil- yrði séu annars til að dæma hann bótaskyldan eftir áðurgreindum reglum um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum. Til þess að skýra nánar hvað felist í ótengdu gáleysi skulu hér talin þau dæmi, sem fylgja 426. gr. Rest. 2nd. 1. A fær B, sjálfstæðan verktaka, til þess að grafa grunn nálægt alfaraleið. 1 verksamningnum eru fyrirmæli um, að verktakinn skuli girða grunninn nægilega vel til þess að vegfarendur falli ekki í hann. B lætur hjá líða að girða eða vandar sig ekki nóg við uppsetningu girðingar, með þeim afleiðingum að vegfarandinn C, fellur í grunninn og slasast. A er bótaskyldur gagnvart C. 2. Starfsmaður B, sem er að girða grunninn, missir hamar á tær manns, er gengur fram hjá. Atvik eru að öðru leyti eins og í 1. dæmi. Þetta er ótengt gáleysi og ber A því ekki ábyrgð gagn- vart C. 3. A felur B, sjálfstæðum verktaka, að mála skilti, er hangir á húsi A yfir gangstétt. Starfsmaður í þjónustu B missir af gáleysi 28 Rest. 2nd, bls. 394-5. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.