Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 48
7. RÖK FYRIR ÁBYRGÐ VEGNA VERKTAKA, LAUSLEGUR SAMANBURÐUR VIÐ NORRÆNAN IÍÉTT OG GAGNRYNI Á BANDARlSKAR REGLUR Reglur um skaðabótaábyrgð verkkaupa á sök sjálfstæðs verktaka leiða til víðtækari ábyrgðar en sakarreglan og reglan um ábyrgð vinnu- veitanda. Verkkaupi ber nefnilega ábyrgð á sök af hálfu sjálfstæðs verktaka eins og verktaki væri starfsmaður hans. Þegar skylda er „óframseljanleg" er litið svo á, að verkkaupa beri að ganga úr skugga um, að verktaki og starfsmenn verktakans sýni ekki af sér sök í starfi sínu.82 Slík skylda er vitanlega nær alltaf óframkvæmanleg. Þegar verkkaupi ber skaðabótaábyrgð á sök af hálfu sjálfstæðs verktaka og ekki er jafnframt um að ræða sök verkkaupa eða starfs- manna hans, á verkkaupi að jafnaði framkröfu á hendur verktaka fyrir skaðabótum, er hann hefur greitt vegna þessarar ábyrgðar sinnar. Reglur um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum fela því í reynd í sér, að verkkaupi gegnir hlutverki ábyrgðarmanns, ef verktaki getur ekki greitt tjónþola skaðabætur. Fyrst svo rík ábyrgð hefur öðlast fastan sess í bandarískum og breskum rétti, er ekki óeðlilegt, að ýmsar spurningar komi upp um rök fyrir henni, hlutverk hennar, kosti og galla. Verður nú vikið að þessu í örfáum orðum. Hér að framan hefur komið fram, hve sundurleit mörg þau tilvik eru, er sæta undantekningum frá almennu reglunni um að menn beri eigi bótaábyrgð vegna athafna sjálfstæðra verktaka. Tilraunir til að finna sérstök einkenni, sem tengja öll þessi tilvik, hafa ekki tekist vel. Stundum er sagt, að undantekningarreglunum sé einkum beitt um aðila, sem hafa með höndum starfsemi, er hefur verulega hættu í för með sér fyrir almenning, þegar aðstæður eru þannig, að eðlilegt sé að láta slíka starfsemi bera kostnað af tjóni því, sem af henni hlýst.33 Heldur er þetta óljóst og til lítillar leiðbeiningar. Virðist skorta sameiginleg rök, sem réttlæta ríka bótaábyrgð í óskyldum hópum tilvika.34 Er rétt að skoða lauslega nokkra helstu hópana hvern fyrir sig. Mörg af þeim atvikum, sem hafa í för með sér ábyrgð á sök sjálf- stæðra verktaka, varða vinnu við húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir 32 „A duty not merely to take care, but a duty to provide that care is taken,“ eins og enskumælandi lögfræðingar orða þetta oft. 33 Sjá t.d. Henderson og Pearson, The Torts Process, Boston 1975, bls. 125—6. 34 Sbr. Rest. 2nd, bls. 394 og Henderson og Pearson, bls. 125. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.