Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 43
Tropea v. Shell Oil Co., 307 F. 2d 757, (2d Cir. 1962). Forstöðumaður smurstöðvar skaddaðist í eldsvoða í „smur- gryfju“ í húsakynnum, sem stöðin hafði á leigu hjá Shell. M, sjálfstæður verktaki, hafði tekið að sér fyrir Shell að hreinsa bensíngeyma á stöðinni. Starfsmaður M lét bensínmengað vatn renna í niðurfall nálægt „smurgryfjunni." Lagt var til grund- vallar, að neisti hafi kveikt í bensínmettuðu lofti frá niðurfall- inu. Var eldsvoðinn talinn afleiðing gálausrar meðferðar bensín- blöndunnar af hálfu þessa starfsmanns M. Shell var sýknað af bótakröfum á þeim forsendum, að hreinsun bensíngeyma teldist ekki starfsemi, sem væri í eðli sínu hættuleg („inherently dang- erous“). Hættan stafaði einungis af þeirri aðferð, sem notuð var í umrætt sinn til að losna við úrgangsefni. Dómurinn tók fram, að verk þetta væri skyldara starfsemi, er dómstólar í New York ríki hefðu ekki talið vera í eðli sínu hættulega, en þeirri, sem hættulég þætti. Væri því ekki grundvöllur til að leggja ábyrgð á Shell vegna athafna hins sjálfstæða verktaka. Deila má um, hvort eðlilegt sé að gera slíkan greinarmun á verkum þeim, sem dómsmál þessi risu af. Sennilega þykir mörgum íslenskum lögfræðingum óeðlilegt að dæma annað málið eftir rnjög strangri reglu, eins og gert var, en sýkna í hinu málinu, þótt lítill sem enginn grund- vallarmunur virðist vera á hættunni. Bæði eru verkin líkleg til að leiða til tjóns, ef ekki er varlega farið. 1 báðum tilvikunum er verk í hönd- um verktaka, sem hefur sérþekkingu, og tiltölulega einfalt á að vera fyrir hann að gæta þeirra varúðarráðstafana, er þarna voru vanræktar. Óhöppin sýnast bæði verða rakin til einstakrar yfirsjónar starfsmanna fremur en þess hversu hættulegt verk sé í sjálfu sér. Gegn þessum rökum má benda á, að ýmsir munu telja líklegra, að eitthvað kunni að fara úrskeiðis við múrbrot við þær aðstæður, er greinir í „Majestic Realty“ málinu en við losun bensínblöndu í niðurfall, eða með öðrum orðum, að íkviknunin í bensínblöndunni sé fjarlægari afleiðing af verki en hrunið úr veggnum.24 24 Hreinsun gólfa með bensíni hefur verið talin hafa í för með sér sérstaka hættu og verkkaupi þess vegna talinn bera ábyrgð á skaðaverki verktaka, er við þetta fékkst, sjá dóm í málinu Alabama Power Co. v. Mclntosh, 219 Ala. 546, 122 So. 677 (1929). Ekki verður annað séð en að meðferð bensínblöndu eins og um ræðir í Tropea v. Shell Oil Co, sé að verulegu leyti hliðstæð bensínhreinsun gólfa að því er snertir hættueiginleika. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.