Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 34
stæðra verktaka.2 Tillögur um það náðu ekki fram að ganga. 1 al- mennum skaðabótalögum, sem nú gilda í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru því ekki reglur um ábyrgð á skaðaverkum verktaka.3 Sums staðar á Norðurlöndum hefur, þegar sérstaklega stendur á, verið lögð bótaábyrgð á menn vegna skaðaverka sjálfstæðra verktaka, án settrar lagaheimildar. Skal nú minnst á örfá meginatriði varðandi slíka ábyrgð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Síðan verður stuttlega vikið að íslenskum rétti. Danmörk. 1 nokkrum flokkum tilvika hafa dómstólar gert mönnum ábyrgð vegna sakar sjálfstæðra verktaka. Helstir þeirra eru: skemmdir á nágrannaeign af völdum grunngraftrar, tjón, sem vegfarendur og aðrir utanaðkomandi verða fyrir vegna ástands véga og annarra opin- berra mannvirkja, slys af skemmtitækjum og loks tjón sökum varan- legra galla á húsum.4 Hér er að vísu ekki um fastmótaða dómvenju að ræða, en afar ríkrar tilhneigingar gætir í þessa átt. Vitanlega verður ekki leidd nein örugg almenn regla um ábyrgð á verktökum af dómsúrlausnum í þessum málaflokkum, en þær varða þó flestallar framkvæmd verka eða ráðstafana, sem fasteignareiganda eða atvinnurekanda er skylt að gera til þess að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi, er almenningur getur orðið fyrir. Dæmi um þetta er skylda sú, er hvílir á húseigendum í Danmörku til að moka snjó af gangstéttum við hús þeirra.5 Danskur húseigandi yrði skv. því bóta- skyldur vegna tjóns, er stafar af vanrækslu sjálfstæðs verktaka, sem tekið hefur að sér að annast gangstéttarhreinsun fyrir húseigandann. Margt er á huldu um, hve langt verður gengið í að gera undantekn- ingu frá aðalreglunni um ábyrgðarleysi á sjálfstæðum verktökum. A. Vinding Kruse segir, að þær skyldur, er menn eigi ekki að geta losnað undan með því að fela öðrum framkvæmdir, séu einkum þær, sem lagð- ar séu á menn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi, er bitni á nágrönnum eða fólki almennt, sem kemst í löglegum erinda- gerðum í kast við starfsemi eða fasteign þess aðila, sem sóttur er til 2 Texti tillagna nefndanna er m.a. prentaður í Skadestánd II, SOU 1964:31, Stockholm 1964, bls. 124—7. 3 Sbr. Arnljótur Björnsson, Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum, Tímarit lögfræð- inga 1977, bls. 172. 4 Sjá m.a. Stig Jprgensen, Skærpet erstatningsansvar, UfR 1961, 93, Stig Jprgensen og Jprgen Nprgaard, Erstatningsret, Khöfn 1976, bls. 92—4, Gizur Bergsteinsson, Nokk- ur sjónarmið í skaðabótarétti, Úlfljótur 1963, bls. 101 og Jprgen Trolle, Risiko & skyld i erstatningspraxis, 2. útg., Khöfn 1969, einkum III. og IV. kafla 5 A. Vinding Rruse, Erstatningsretten, 3. útg., Khöfn 1976, bls. 233. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.