Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 34
stæðra verktaka.2 Tillögur um það náðu ekki fram að ganga. 1 al- mennum skaðabótalögum, sem nú gilda í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru því ekki reglur um ábyrgð á skaðaverkum verktaka.3 Sums staðar á Norðurlöndum hefur, þegar sérstaklega stendur á, verið lögð bótaábyrgð á menn vegna skaðaverka sjálfstæðra verktaka, án settrar lagaheimildar. Skal nú minnst á örfá meginatriði varðandi slíka ábyrgð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Síðan verður stuttlega vikið að íslenskum rétti. Danmörk. 1 nokkrum flokkum tilvika hafa dómstólar gert mönnum ábyrgð vegna sakar sjálfstæðra verktaka. Helstir þeirra eru: skemmdir á nágrannaeign af völdum grunngraftrar, tjón, sem vegfarendur og aðrir utanaðkomandi verða fyrir vegna ástands véga og annarra opin- berra mannvirkja, slys af skemmtitækjum og loks tjón sökum varan- legra galla á húsum.4 Hér er að vísu ekki um fastmótaða dómvenju að ræða, en afar ríkrar tilhneigingar gætir í þessa átt. Vitanlega verður ekki leidd nein örugg almenn regla um ábyrgð á verktökum af dómsúrlausnum í þessum málaflokkum, en þær varða þó flestallar framkvæmd verka eða ráðstafana, sem fasteignareiganda eða atvinnurekanda er skylt að gera til þess að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi, er almenningur getur orðið fyrir. Dæmi um þetta er skylda sú, er hvílir á húseigendum í Danmörku til að moka snjó af gangstéttum við hús þeirra.5 Danskur húseigandi yrði skv. því bóta- skyldur vegna tjóns, er stafar af vanrækslu sjálfstæðs verktaka, sem tekið hefur að sér að annast gangstéttarhreinsun fyrir húseigandann. Margt er á huldu um, hve langt verður gengið í að gera undantekn- ingu frá aðalreglunni um ábyrgðarleysi á sjálfstæðum verktökum. A. Vinding Kruse segir, að þær skyldur, er menn eigi ekki að geta losnað undan með því að fela öðrum framkvæmdir, séu einkum þær, sem lagð- ar séu á menn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi, er bitni á nágrönnum eða fólki almennt, sem kemst í löglegum erinda- gerðum í kast við starfsemi eða fasteign þess aðila, sem sóttur er til 2 Texti tillagna nefndanna er m.a. prentaður í Skadestánd II, SOU 1964:31, Stockholm 1964, bls. 124—7. 3 Sbr. Arnljótur Björnsson, Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum, Tímarit lögfræð- inga 1977, bls. 172. 4 Sjá m.a. Stig Jprgensen, Skærpet erstatningsansvar, UfR 1961, 93, Stig Jprgensen og Jprgen Nprgaard, Erstatningsret, Khöfn 1976, bls. 92—4, Gizur Bergsteinsson, Nokk- ur sjónarmið í skaðabótarétti, Úlfljótur 1963, bls. 101 og Jprgen Trolle, Risiko & skyld i erstatningspraxis, 2. útg., Khöfn 1969, einkum III. og IV. kafla 5 A. Vinding Rruse, Erstatningsretten, 3. útg., Khöfn 1976, bls. 233. 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.