Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 24
Kæra má til umhverfismálaráðuneytisins vegna synjunar um leyfi eða takmarkana, sem í því felast. Refsivert er að hefja starfsemi án þess að sækja um leyfi skv. lög- unum eða fara ekki eftir ákvæðum þeirra. Refsingar eru sektir eða fangelsi allt að 4 mánuðum, ef brotið hefur ekki víðtækari refsiábyrgð í för með sér skv. öðrum lögum, (allt að 3 ára fangelsi liggur við því að blanda heilsuspillandi efnum í drykkjarvatn). 1 lögunum um grannarétt frá 16. júní 1961 er fyrst og fremst fjallað um varnir gegn loftmengun og hávaðamengun. Meginefni laganna eru reglur einkamálaréttarlégs eðlis um það, hver breytni gagnvart granna sé heimil og hver óheimil í þessu efni. í slíkum málum er aðildin bundin við grannana. Er skaðabótaábyrgðin þá hlutræn. 1 lögunum er einnig að finna reglur opinbers réttar eðlis um mengunarvarnir á þessu sviði. Þar segir m.a. um loftmengun, að iðnaðarfyrirtæki eða önnur starf- semi, sem reykur, gas, geislun eða hávaði stafi frá, og valdi almenningi á stóru svæði tjóni eða óþægindum, verði að fá ráðuneytisleyfi. Sér- stakt loftmengunarráð fjallar um slík mál og getur það sett skilyrði fyrir leyfisveitingu, sem nauðsynleg eru talin í hverju tilfelli. Formað- ur ráðsins skal vera einn af dómurum hæstaréttar, en auk þess sitja í því sjö aðrir fulltrúar, skipaðir af umhverfismálaráðherra eftir til- nefningu ýmissa samtaka. Skaðabótaskylda aðila getur stofnast þrátt fyrir leyfisveitingu. Allt að 4 mánaða fangelsi eða sekt liggur við broti á lögunum, hvort sem um ásetnings- eða gáleysisbrot er að ræða. Undir lögin fellur hávaði frá verksmiðjum, en hávaðamengun inni í verksmiðjum heyrir undir lögin um vinnuvernd frá 1956. Hávaði frá umferð fellur undir vegalögin frá 1965 og loftferðalögin frá 1960. Lög um takmarkanir á notkun brennsluolíu frá 1970 geyma heimildir fyrir ráðherra til að takmarka og banna notkun vissra tégunda slíks eldsneytis, einkum þess, sem hefur hátt brennisteinsinnihald. Með lög- um um heilbrigðisnefndir frá 1860 eru heilbrigðisyfirvöldum veittar heimildir til að grípa til aðgerða gegn heilsuspillandi starfsemi og efna- notkun. Með lögum frá 1970 voru sett ákvæði um varnir gegn mengun hafsins af völdum olíu. Að lokum skal þess getið, að í undirbúningi er nú í Noregi heildar- löggjöf um mengunarvarnir, þar sem eldri ákvæði munu felld að nýjum og ítarlegri fyrirmælum á þessu réttarsviði. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.