Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 24
Kæra má til umhverfismálaráðuneytisins vegna synjunar um leyfi eða takmarkana, sem í því felast. Refsivert er að hefja starfsemi án þess að sækja um leyfi skv. lög- unum eða fara ekki eftir ákvæðum þeirra. Refsingar eru sektir eða fangelsi allt að 4 mánuðum, ef brotið hefur ekki víðtækari refsiábyrgð í för með sér skv. öðrum lögum, (allt að 3 ára fangelsi liggur við því að blanda heilsuspillandi efnum í drykkjarvatn). 1 lögunum um grannarétt frá 16. júní 1961 er fyrst og fremst fjallað um varnir gegn loftmengun og hávaðamengun. Meginefni laganna eru reglur einkamálaréttarlégs eðlis um það, hver breytni gagnvart granna sé heimil og hver óheimil í þessu efni. í slíkum málum er aðildin bundin við grannana. Er skaðabótaábyrgðin þá hlutræn. 1 lögunum er einnig að finna reglur opinbers réttar eðlis um mengunarvarnir á þessu sviði. Þar segir m.a. um loftmengun, að iðnaðarfyrirtæki eða önnur starf- semi, sem reykur, gas, geislun eða hávaði stafi frá, og valdi almenningi á stóru svæði tjóni eða óþægindum, verði að fá ráðuneytisleyfi. Sér- stakt loftmengunarráð fjallar um slík mál og getur það sett skilyrði fyrir leyfisveitingu, sem nauðsynleg eru talin í hverju tilfelli. Formað- ur ráðsins skal vera einn af dómurum hæstaréttar, en auk þess sitja í því sjö aðrir fulltrúar, skipaðir af umhverfismálaráðherra eftir til- nefningu ýmissa samtaka. Skaðabótaskylda aðila getur stofnast þrátt fyrir leyfisveitingu. Allt að 4 mánaða fangelsi eða sekt liggur við broti á lögunum, hvort sem um ásetnings- eða gáleysisbrot er að ræða. Undir lögin fellur hávaði frá verksmiðjum, en hávaðamengun inni í verksmiðjum heyrir undir lögin um vinnuvernd frá 1956. Hávaði frá umferð fellur undir vegalögin frá 1965 og loftferðalögin frá 1960. Lög um takmarkanir á notkun brennsluolíu frá 1970 geyma heimildir fyrir ráðherra til að takmarka og banna notkun vissra tégunda slíks eldsneytis, einkum þess, sem hefur hátt brennisteinsinnihald. Með lög- um um heilbrigðisnefndir frá 1860 eru heilbrigðisyfirvöldum veittar heimildir til að grípa til aðgerða gegn heilsuspillandi starfsemi og efna- notkun. Með lögum frá 1970 voru sett ákvæði um varnir gegn mengun hafsins af völdum olíu. Að lokum skal þess getið, að í undirbúningi er nú í Noregi heildar- löggjöf um mengunarvarnir, þar sem eldri ákvæði munu felld að nýjum og ítarlegri fyrirmælum á þessu réttarsviði. 118

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.