Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 11
Dr. Gunnar G. Schram prófessor: UMHVERFISRÉTTUR Á NORÐURLÖNDUM Á vorþinginu 1978 var lagt fram ríkisstjórnarfrumvarp um um- hverfismálA'Frumvarp þetta hlaut þá ekki afgreiðslu, en var meðal þeirra frumvarpa, sem forsætisráðherra greindi frá í stefnuræðu sinni í upphafi þings 1978—1979, að yrðu lögð fram á nýjan leik. Úr því varð þó ekki. Umræður munu þó væntanlega senn hefjast um setningu löggjafar um umhverfismál hér á landi. Er því nokkur ástæða til þess að hyggja að þeirri réttarþróun, sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlöndunum í þessum efnum. Má eflaust nokkurt gagn hafa af þeirri reynslu, sem þar er fengin varðandi framkvæmd ákvæða norrænnar umhverfislög- gjafar. Verður hér á eftir fjallað um helztu ákvæði norræns umhverf- isréttar og þá fyrst og fremst ákvæði löggjafar um mengunarvarnir og náttúruvernd. Að þessu sinni verður aðeins lauslega vikið að ís- lenzkri löggjöf í þessu yfirliti. Merkasti áfanginn á sviði löggjafar um umhverfismál hér á landi til þessa er tvímælalaust setning láganna um náttúruvernd, lög nr. 47/1971. Eiga þau lög að tryggja eftir föngum þróun íslenzkrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er séi'stætt eða sögu- legt. Jafnframt að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni, en þannig er markmiði laganna lýst í upp- hafsákvæði þeirra. Svo sem heiti laganna ber með sér er þó hér aðeins fjallað um einn þátt umhverfismála, náttúruvernd í þrengri skilningi. Nauðsyn ber því til að sett verði heildarlöggjöf um umhverfismál hér á landi, sem tæki þá m.a. sérstaklega til mengunar í lofti, láði og legi og fjallaði um önnur þau atriði, sem ekki er að vikið í náttúruverndarlögunum. Ekki sízt er tímabært að fjalla um stjórnsýslu umhverfismála í slíkri lög- 1) Þingskjal nr. 620, Alþt. 17. hefti 1977—78, bls. 2650. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.