Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 11
Dr. Gunnar G. Schram prófessor: UMHVERFISRÉTTUR Á NORÐURLÖNDUM Á vorþinginu 1978 var lagt fram ríkisstjórnarfrumvarp um um- hverfismálA'Frumvarp þetta hlaut þá ekki afgreiðslu, en var meðal þeirra frumvarpa, sem forsætisráðherra greindi frá í stefnuræðu sinni í upphafi þings 1978—1979, að yrðu lögð fram á nýjan leik. Úr því varð þó ekki. Umræður munu þó væntanlega senn hefjast um setningu löggjafar um umhverfismál hér á landi. Er því nokkur ástæða til þess að hyggja að þeirri réttarþróun, sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlöndunum í þessum efnum. Má eflaust nokkurt gagn hafa af þeirri reynslu, sem þar er fengin varðandi framkvæmd ákvæða norrænnar umhverfislög- gjafar. Verður hér á eftir fjallað um helztu ákvæði norræns umhverf- isréttar og þá fyrst og fremst ákvæði löggjafar um mengunarvarnir og náttúruvernd. Að þessu sinni verður aðeins lauslega vikið að ís- lenzkri löggjöf í þessu yfirliti. Merkasti áfanginn á sviði löggjafar um umhverfismál hér á landi til þessa er tvímælalaust setning láganna um náttúruvernd, lög nr. 47/1971. Eiga þau lög að tryggja eftir föngum þróun íslenzkrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er séi'stætt eða sögu- legt. Jafnframt að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni, en þannig er markmiði laganna lýst í upp- hafsákvæði þeirra. Svo sem heiti laganna ber með sér er þó hér aðeins fjallað um einn þátt umhverfismála, náttúruvernd í þrengri skilningi. Nauðsyn ber því til að sett verði heildarlöggjöf um umhverfismál hér á landi, sem tæki þá m.a. sérstaklega til mengunar í lofti, láði og legi og fjallaði um önnur þau atriði, sem ekki er að vikið í náttúruverndarlögunum. Ekki sízt er tímabært að fjalla um stjórnsýslu umhverfismála í slíkri lög- 1) Þingskjal nr. 620, Alþt. 17. hefti 1977—78, bls. 2650. 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.