Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 21
orkueftirlit ríkisins. Unnt er að afturkalla rekstrarleyfi hvenær sem er, ef skilyrði eru ekki uppfyllt. Rétt er að taka það fram, að kjarn- orkuverin í Svíþjóð eru eign einkafyrirtækja, en ekki ríkisins. Umhverfisverndarlögin taka einnig til kjarnorkuveranna að því er varðar frárennslis- og kælivatn og hávaða, sem af þeim kann að stafa. Um skaðabótaábyrgð vegna reksturs kjarnorkuvera er fjallað í kjarn- orkuábyrgðarlögum frá 1968. Er þar um að ræða hlutræna skaðabóta- ábyrgð vegna starfsemi þeirra, í samræmi við ákvæði alþjóðasamninga um þessi efni. Þá hafa verið sett fleiri sérlög varðandi önnur umhverfisspjöll. Árið 1971 voru sett lög, sem banna losun úrgangsefna í sjó og vötn, og ári seinna, 1972, lög um ráðstafanir gegn mengun hafsins frá skipum. Og árið 1973 voru lögfest ákvæði um ábyrgð vegna tjóns af olíumeng- un sjávar. Eru öll lög þessi sett til staðfestingar og framkvæmdar alþjóðasamningum um þessi efni. Loks er að finna ákvæði í sænsku heilbrigðisreglugerðinni frá 1958 um mengun, er heilsutjóni getur valdið. b) Dönsk löggjöf. Dönsku umhverfisverndarlögin eru frá árinu 1973, (lög nr. 372, 13. júní 1973). Hér er um að ræða rammalög, sem greina frá þeim markmiðum, sem stefna ber að í umhverfismálum í Danmörku í fram- tíðinni, en geyma einnig ítarleg heimildarákvæði til útgáfu stjórn- valdsfyrirmæla, er miða að því að þessum markmiðum verði náð. Lögin taka m.a. til hins sama réttarsviðs og áður var fjallað um í heilbrigðissamþykktum landsins. Þessar samþykktir giltu fyrir hvert sveitarfélag skv. lögum frá 12. jan. 1858. Við tilkomu laganna féllu þessi lög og þá jafnframt heilbrigðissamþykktir úr gildi. Þar að auki er að finna í umhverfisverndarlögunum ítarleg ákvæði um mengun grunnvatns og fersks og salts yfirborðsvatns. Var vatnalögunum frá 1969 breytt 1973 til samræmis við vatnaákvæði umhverfisverndar- laganna. Þá taka lögin einnig til umhverfisspjalla vegna titrings og dreif- ingar hættulegra efna og eiturefna, sem mengað geta loft, jörð eða vatn. Tveir kaflar í lögunum, III. og IV. kaflinn, fjalla um varnir gegn mengun, og er óheimilt án leyfis ráðherra að veita frárennslisvatni og skólpi út á þann hátt að grunnvatn landsins geti af því mengast. Þá er það á valdi amtsráðanna að veita ýmis leyfi, er varða notkun vatns og frárennsli þess, með heimild í breytingu á vatnalögum lands- 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.