Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 41
umferð eða valda ekki hættuástandi á vegum, sem notaðir eru til al- mennrar umferðar og skylda til að sjá starfsmönnum fyrir hættulaus- um vinnustað. Hér má ennfremur nefna sérstaklega reglur þær, sem koma fram í 423. og 424. gr. Rest. 2nd. Fyrri greinin fjallar um ábyrgð þess, sem hefur með höndum starfsemi, er getur valdið mikilli hættu á alvarlegum líkamsmeiðslum eða dauða, ef tækin, sem eru notuð, eru ekki vandlega úr garði gerð og þeim vel við haldið. Feli slíkur aðili sjálfstæðum verktaka að búa til eða halda við þess háttar tækjum, ber hann ábyrgð á skaða, sem lilýst á mönnum eða munum vegna gáleysis verktakans við þetta starf, eins og hann hefði sjálfur annast smíði eða viðhald tækjanna. Síðarnefnd grein (424. gr.) er efnislega á þessa lund: Sá, sem skyldugur er skv. lögum eða reglugerð til að gera sér- stakar varúðarráðstafanir végna öryggis annarra, ber bótaábyrgð á tjóni, er rakið verður til þess að verktaki vanrækir að gera slíkar var- úðarráðstafanir. 1 dómi í málinu Maloney gegn Rath segir, að bæði 423. og 424. gr. renni stoðum undir það, að á Rath hvíli „óframseljan- leg“ skylda. Ákvæði í lögum um vélknúin ökutæki varðandi viðhald öryggisbúnaðar bifreiða sýni, að löggjafinn telji, að af vanbúnum bif- reiðum stafi mikil hætta á alvarlegum líkamsmeiðslum eða dauða. Eins og sjá má af upptalningu á ýmsum „óframseljanlegum“ skyld- um eru þær margvíslegar og af ólíkum toga spunnar. Koma oft upp vafamál í þessu efni. Hinn kunni bandaríski fræðimaður Prosser segir, að erfitt sé að benda á aðra viðmiðun, þegar meta skuli, hvort tiltekin skylda sé „óframseljanleg,“ en þá, hvort telja beri hana svo mikilvæga vegna hagsmuna þjóðfélagsins, að verkkaupa ætti ekki að vera heimilt að fela hana í hendur annars aðila.22 Þriðji flokkur undantekninga frá meginréglunni um að menn beri ekki ábyrgð á skaðaverkum sjálfstæðra verktaka varðar eðlislæga hættulega starfsemi („inherently dangerous activities“). Undir þetta flokkast fleiri en ein regla í Rest. 2nd. í 416. gr. er kveðið á um ábyrgð þess, sem fær sjálfstæðan verktaka til að vinna verk, sem verkkaupi má ætla, að sé líklegt til að hafa í för með sér sérstaka hættu á spjöll- um á líkama eða hlutum nema sérstakar varúðarráðstafanir séu gerðar. Náskyld þessari reglu eru ákvæði 427. gr. Rest. 2nd, en hún mælir fyrir um ábyrgð þess, sem fær sjálfstæðum verktaka verk, er felur í sér sérstaka hættu fyrir aðra menn, — hættu, sem verkkaupi veit eða má vita, að leiðir af eðli verksins. Eftir báðum reglunum er það skilyrði ábyrgðar verkkaupa, að verktaki hafi vanrækt að gera hæfi- 22 Prosser, bls. 471. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.