Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 25
d) Finnsk löggjöf. Ekki er um að ræða neina heildarlöggjöf um mengunarvarnir eða umhverfismál almennt í Finnlandi. Hins vegar er heildarlöggjöf þar í undirbúningi um loftmengun og hávaðamengun. Ákvæði um mengunarmál eru í vatnalögum, grannalögum, heilbrigð- islögum og byggingarlögum. I vatnalögunum frá 1961 er bannað að veita skaðlegum efnum í ár og vötn, nema með leyfi vatnadómstólsins. Þar að auki er þar að finna ákvæði um leyfisskyldu og tilkynningaskyldu vegna atvinnustarfsemi, sem hætta getur stafað af. Ákvörðunum vatnadómstólsins er unnt að áfrýja til stjórnsýsludómstóls Finnlands. (17. gr. 1. mgr.). Nánari ákvæði um þessi efni er að finna í reglugerðinni um hindrun vatns- mengunar, sem sett var 1962. I grannalögunum frá 1920 er m.a. lagt bann við mengun, sem skað- leg er fyrir nágranna. Þar er og að finna ákvæði um, að sá sem vill byggja mannvirki eða efna til starfsemi, sem mengun getur stafað af verði að fá úrskurð framkvæmdavaldshafa, m.a. bygginganefndar, varðandi tilskilda fjarlægð frá landi grannans. (18. gr.). Slík ákvörð- un kemur í veg fyrir að granninn geti höfðað mál vegna framkvæmdar- innar, en leysir aðila ekki undan þeirri skyldu að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir eða undan skaðabótaskyldu. Um hlutræna skaða- bótaábyrgð er hér að ræða. Jafnan er unnt að leita til dómstólanna, þegar um mengunarbrot er að ræða. Lénsstjórnir, og einnig ráðherra, geta gert ráðstafanir gegn starfsemi (fyrirtæki), sem veldur almenningi skaða með mengun eða óþægindum, þótt starfsemin eða fyrirtækið hafi upphaflega hlotið leyfi yfirvalda, t.d. byggingarleyfi. Af framansögðu má ljóst vera, að í finnsku grannalögunum er ekki krafizt sérstaks starfsleyfis fyrir- tækja vegna mengunarhættu, heldur er þar að finna ýmis takmörkun- arákvæði, sem varða m.a. staðsetningu fyrirtækja. 1 heilbrigðislöggjöfinni frá 1965 segir, að meiriháttar verksmiðjur skuli hannaðar og byggðar á þann hátt, að þær hafi ekki heilsuspill- andi áhrif á umhverfi sitt. Ef ekki er gert ráð fyrir byggingu verk- smiðju í skipulagsáætlun, þarf heilbrigðisnefnd að samþykkja hinn fyrirhugaða byggingarstað. 1 heilbrigðisreglugerð (1967) er getið allmargra flokka atvinnufyrir- tækja, sem verða að lúta slíkri leyfiskvöð. Geta heilbrigðisnefndir beitt réttarfarslegum þvingunarúrræðum til þess að knýja fram ákvarðanir sínar og refsing liggur við brotum á reglugerðinni. Framkvæmd heil- 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.