Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 5
BJARNI BJARNASON t Bjami Bjarnason var fæddur í Reykjavík 2. mars 1913. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni alþingismaður frá Vogi Jónsson og Guðlaug Magnúsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og settist í Menntaskólann í Reykjavík, þegar hann hafði aldur til. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1931 með góðri einkunn. Um haust- ið 1931 innritaðist Bjarni í lagadeild Háskóla íslands og lauk kandidatsprófi í lögfræði 11. febrúar 1936 með I. einkunn, 133 stigum. Hinn 1. júní sama ár varð hann fulltrúi lögmannsins í Reykjavík og starfaði þar og hjá borgardóm- aranum í Reykjavík til 1. ágúst 1948, er hann var skipaður bæjarfógeti á Siglufirði. Því starfi gegndi hann til 1. júní 1952. Á Siglu- fjarðarárum sínum fékkst Bjarni nokkuð við þjóðfélagsmál, m.a. var hann forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar árin 1950 til 1952. Hann gerðist þá aftur fulltrúi borgardómarans í Reykjavík, en hætti þeim störfum 1. apríl 1960. Eftir þann tfma stundaði hann lögfræðistörf í Reykjavík. Bjarni fékkst nokkuð við ritstörf. Hann samdi ásamt Árna Tryggva- syni Lögfræðilega formálabók sem út kom 1941. Hinn 13. júlí 1940 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni Jóhönnu Vilhelmfnu, dóttur Haralds kaupmanns Árnasonar og konu hans Arndísar Bartels. Þau hjónin eingnuðust fimm börn: Helgu, f. 9. febrúar 1941, Arndísi, f. 20. apríl 1942, d. 21. desember 1945, Þóru, f. 13. júlí 1945, Erlu, f. 25. október 1946 og Harald Ágúst, f. 9. maí 1950. Bjarni varð bráðkvaddur 30. mars 1979. Þegar ég hlýddi í fyrsta sinn á munnlegt próf í lögfræði hinn 11. febrúar 1936 voru prófmenn tveir, sem þá var háttur. Báðir voru glæsimenni, en ólíkir. Báðir stóðu sig vel eins og sagt er. Annar var óvenju hægur í fram- komu, en svör hans voru skörp og hnitmiðuð, þótt þau væru sögð af hinni mestu hægð. Síðan hefi ég þekkt Bjarna Bjarnason í sjón. Örlögin höguðu því þannig, að við vorum samstarfsmenn um langt skeið og varð vel til vina. Bjarni Bjarnason var maður hár vexti, gjörvilegur og bar sig vel. Hann var snyrtimenni mikið, hægur í fasi og tali, en mig grunar, að mikill hluti rósem- innar hafi verið áunninn, en ekki eðlislægur. Hann var hamhleypa til vinnu, en vann í skorpum. Hann ritaði fagra rithönd, allt sem hann gerði var snyrti- lega gert, og engan hefi ég séð fara höndum um skjöl af meiri natni. Dómari var hann góður, hafði mjög glöggt auga fyrir aðalatriðum og setti fram hugs- anir sínar í stuttu og skýru máli. Hann las feikna mikið, en var alæta á 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.