Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 60
yrði valfrjáls eða skyldugrein. Lagadeild hefur í framhaldi af þessu ákveðið að heimspekileg forspjallsvísindi skuli vera skyldugrein í lagadeild, en þó aðeins sem hluti af námi í almennri lögfræði. Voru á deildarfundi 3. maí 1979 eftirfarandi reglur samþykktar, sem fela í sér þessar breytingar. 1. Haldið skal námskeið í heimspekilegum forspjallsvísindum fyrir laganema á hverju haustmisseri (október—desember), sem nemur 24 fyrirlestrum. 2. Námskeiðið skal einkum fólgið í heimspekilegri greiningu hugtakanna lög, réttur og ríki og innbyrðis tengslum þeirra. 3. Námskeiðið telst hluti almennrar lögfræði og skal tímum þar fækkað um einn vikulega á haustmisseri (október—desember). 4. Próf skal halda í desember/janúar og einkunn vega 25% einkunnar í al- mennri lögfræði. 5. Kennarar verði Garðar Gíslason, borgardómari og Mike Marlies lektor.. 7. KYNNINGARFUNDIR OG FYRIRLESTRAR Laugardaginn 10. febrúar 1979 efndi lagadeild Háskóla islands til kynning- arfundar um mannréttindi í tilefni 30 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og þess að 25 ár voru liðin frá því að Mannréttinda- sáttmáli Evrópu tók gildi. Erindi fluttu dr. Gaukur Jörundsson prófessor, Jakob Möller deildarstjóri í mannréttindadeild S.Þ. í Genf og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Fundurinn var haldinn í Norræna húsinu. Þriðjudaginn 27. mars 1979 hélt Ebbe Nielsen, skrifstofustjóri í danska dómsmálaráðuneytinu, fyrirlestur fyrir almenning á vegum lagadeildar Háskóla íslands. Fjallaði hann um efnið: Lögfræðiaðstoð fyrir almenning. Greindi hann frá framkvæmd slíkrar aðstoðar á undanförnum árum í Danmörku og fleiri löndum. Fyrirlesturinn var haldinn í Lögbergi. Miðvikudaginn 25. apríl 1979 hélt Leif Groth, landshöfðingi Dana í Færeyj- um fyrirlestur um réttarstöðu Færeyja. Fyrirlesturinn var á vegum lagadeildar og var haldinn í Lögbergi. Yfirmaður framkvæmdadeildar barnaárs Sameinuðu þjóðanna, Dr. Guy A. Kouassigan, hélt fyrirlestur í boði lagadeildar þriðjudaginn 8. maí. Efni fyrir- lestursins var: Barnaárið og barnaréttindi. Fyrirlesturinn var haldinn í Lögbergi. Allar ofangreindir fyrirlestrar voru vel sóttir, bæði af laganemum og öðrum. 8. INNRITUN NÝSTÚDENTA Heildarfjöldi stúdenta á fyrsta námsári í lagadeild undanfarin þrjú ár er þessi: Árið 1976 112 stúdentar, árið 1977 66 stúdentar, árið 1978 78 stúdentar. í lok október höfðu 93 stúdentar verið skráðir til náms í fyrsta sinn í lagadeild. Svo sem áður hefur verið bent á í þessum pistlum gefa tölur um fjölda nýskráðra nemenda að sjálfsögðu ekki nema takmarkaða vísbendingu um stærð sama stúdentaárgangs, þegar líður á námið. Undanfarin ár hefur fjöldi stúdenta í hverjum árgangi frá og með 2. námsári, yfirleitt verið milli 30 og 40. Gunnar G. Schram. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.