Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 60
yrði valfrjáls eða skyldugrein. Lagadeild hefur í framhaldi af þessu ákveðið að heimspekileg forspjallsvísindi skuli vera skyldugrein í lagadeild, en þó aðeins sem hluti af námi í almennri lögfræði. Voru á deildarfundi 3. maí 1979 eftirfarandi reglur samþykktar, sem fela í sér þessar breytingar. 1. Haldið skal námskeið í heimspekilegum forspjallsvísindum fyrir laganema á hverju haustmisseri (október—desember), sem nemur 24 fyrirlestrum. 2. Námskeiðið skal einkum fólgið í heimspekilegri greiningu hugtakanna lög, réttur og ríki og innbyrðis tengslum þeirra. 3. Námskeiðið telst hluti almennrar lögfræði og skal tímum þar fækkað um einn vikulega á haustmisseri (október—desember). 4. Próf skal halda í desember/janúar og einkunn vega 25% einkunnar í al- mennri lögfræði. 5. Kennarar verði Garðar Gíslason, borgardómari og Mike Marlies lektor.. 7. KYNNINGARFUNDIR OG FYRIRLESTRAR Laugardaginn 10. febrúar 1979 efndi lagadeild Háskóla islands til kynning- arfundar um mannréttindi í tilefni 30 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og þess að 25 ár voru liðin frá því að Mannréttinda- sáttmáli Evrópu tók gildi. Erindi fluttu dr. Gaukur Jörundsson prófessor, Jakob Möller deildarstjóri í mannréttindadeild S.Þ. í Genf og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Fundurinn var haldinn í Norræna húsinu. Þriðjudaginn 27. mars 1979 hélt Ebbe Nielsen, skrifstofustjóri í danska dómsmálaráðuneytinu, fyrirlestur fyrir almenning á vegum lagadeildar Háskóla íslands. Fjallaði hann um efnið: Lögfræðiaðstoð fyrir almenning. Greindi hann frá framkvæmd slíkrar aðstoðar á undanförnum árum í Danmörku og fleiri löndum. Fyrirlesturinn var haldinn í Lögbergi. Miðvikudaginn 25. apríl 1979 hélt Leif Groth, landshöfðingi Dana í Færeyj- um fyrirlestur um réttarstöðu Færeyja. Fyrirlesturinn var á vegum lagadeildar og var haldinn í Lögbergi. Yfirmaður framkvæmdadeildar barnaárs Sameinuðu þjóðanna, Dr. Guy A. Kouassigan, hélt fyrirlestur í boði lagadeildar þriðjudaginn 8. maí. Efni fyrir- lestursins var: Barnaárið og barnaréttindi. Fyrirlesturinn var haldinn í Lögbergi. Allar ofangreindir fyrirlestrar voru vel sóttir, bæði af laganemum og öðrum. 8. INNRITUN NÝSTÚDENTA Heildarfjöldi stúdenta á fyrsta námsári í lagadeild undanfarin þrjú ár er þessi: Árið 1976 112 stúdentar, árið 1977 66 stúdentar, árið 1978 78 stúdentar. í lok október höfðu 93 stúdentar verið skráðir til náms í fyrsta sinn í lagadeild. Svo sem áður hefur verið bent á í þessum pistlum gefa tölur um fjölda nýskráðra nemenda að sjálfsögðu ekki nema takmarkaða vísbendingu um stærð sama stúdentaárgangs, þegar líður á námið. Undanfarin ár hefur fjöldi stúdenta í hverjum árgangi frá og með 2. námsári, yfirleitt verið milli 30 og 40. Gunnar G. Schram. 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.