Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 46
málningardós, sem fellur á vegfarandann C. A skal bæta C tjónið. 4. A semur við B, sjálfstæðan verktaka, um að mála að innan her- bergi á 3. hæð í húsi A. Starfsmaður B fer ógætilega með máln- ingardós, svo að hún dettur út um gluggann á C, sem á leið eftir gangstéttinni meðfram húsinu. Þetta er ótengt gáleysi og á C því ekki kröfu á A. 5. A biður B, sjálfstæðan verktaka, að reisa vegg á landi A. Starfs- mönnum B verður það á við verkið, að sletta steinsteypu á glugga í aðliggjandi húsi C og þvott, sem C hefur hengt til þerris í garð- inum. A ber að greiða C bætur. 6. Verkamenn B sletta steinsteypu, sem þeir eru að hræra á palli á jörðinni, í auga C, er gengur eftir gangstétt nærri þeim. Atvik eru að öðru leyti þau sömu og í 5. dæmi. Þetta er ótengt gáleysi og C á ekki bótarétt á hendur A. Dæmi þessi, sem byggð eru á úrlausnum bandarískra dómstóla, sýna, að hér er oft mjótt mundangshófið. Kemur því ekki á óvart, að ýmis dæmi séu um ósamræmi milli einstakra dómsúrlausna varðandi þetta álitaefni. Fræðimönnum hefur og gengið misjafnlega að afmarka hug- takið ótengt gáleysi. Hér skal aðeins getið hvernig Prosser kemur hug- takið fyrir sjónir eftir könnun hans á bandarískum dómsúrlausnum: Gáleysisleg hegðun er „collateral“, þegar hún er með öllu ótengd hinni sérstöku hættu, er felst í sjálfu verkinu, sem samið var um. Gáleysi myndi samkvæmt þessu því aðeins verða talið ótengt („collateral"), að ekki mætti búast við að nein hætta á slíku tjóni fylgdi verkinu, sem samið var um, svo sem þégar starfsmenn verktaka valda hættu með því að bregða óvænt út af venjulegum vinnubrögðum.29 Sú takmörkun á bótaskyldu, sem leiðir af reglunni um ótengt gáleysi, þrengir talsvert gildissvið reglna um ábyrgð verkkaupa á skaðaverkum sjálfstæðra verktaka. Skilur hér verulega á milli síðargreindra reglna og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð, en samkvæmt henni ber vinnu- veitandi almennt ábyrgð á hvers konar gáleysi starfsmanna, enda sé skaðaverkið framið í starfi eða í eðlilegum tengslum við það. Dæmi: Verktaki hefur með höndum hættulegt verk á þjóðvegi. Hann biður sendil að fara með skilaboð til verkstjóra. Þegar sendillinn er á leið- inni á vinnustað, hjólar hann á vegfaranda, sem slasast við þetta. Verkkaupi er ekki bótaskyldur, vegna þess að gáleysi sendilsins er 29 Sjá Prosser, bls. 475, sbr. John G. Fleming, The Law of Torts, 5. útg., Sydney 1977, bls. 381 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.