Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 13
varnir gegn vatnsmengun 1970, lög um náttúruvernd sama ár og lög um framleiðslu og vörueftirlit 1976. 1 Danmörku voru ný lög sett um friðun bygginga 1966, ný byggingarlöggjöf og sömuleiðis skipulags- löggjöf 1975 og ný lög um náttúruvernd 1972. 1 Svíþjóð voru sett lög um náttúruvernd 1964 og reglugerð á grundvelli þeirra laga 1976. Lög um framleiðsluvörur, sem hættulegar eru umhverfinu og heilbrigði manna, voru þar sett 1973. Hér á landi má í þessu sambandi nefna eftirfarandi lög frá þessu tímabili: Skipulagslög nr. 19/1964, lög nr. 85/1968 um eiturefni og hættuleg efni, lög nr. 12/1969 um hollustuhæfti og heilbrigðiseftirlit, lög um náttúruvernd nr. 47/1971 og byggingarlög nr. 54/1978. Að því er varðar stjórnsýslu á vettvangi umhverfismála á Norður- löndum hafa þar einnig miklar breytingar átt sér stað síðasta ára- tuginn. Á tveimur Norðurlöndum, Danmörku og Noregi, hafa verið stofnuð sérstök ráðuneyti, sem fara með umhverfis- og náttúru- verndarmál. 1 frumvarpinu um umhverfismál, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1978, er gert ráð fyrir því, sbr. 5. gr., að stofnuð verði sérstök stjórnar- deild umhverfismála í einu ráðuneytanna, sem jafnframt verður þá einnig ráðuneyti umhverfismála. 1 Svíþjóð fer sérstök umhverfis- og náttúruverndarstofnun með þessi mál, en hún heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. I Finnlandi er það innanríkisráðuneytið, sem fer með umhverfismál. I. Markmið umhverfislöggjafar. Þótt umhverfislöggjöf á Norðurlöndum sé um margt ólík, á hún sér ýmis sameiginleg stefnumið. Skýrast eru þessi stefnumörk e.t.v. skil- greind í dönsku umhverfisverndarlögunum frá 1973, (1. gr.). Það er: (1) að koma í veg fyrir mengun lofts, láðs og lagar, (2) að hindra hávaðamengun, (3) að skapa íbúum landsins heilbrigð umhverf- isskilyrði og (4) að mynda starfsgrundvöll fyrir virka stjórnsýslu í þessum málum öllum. Þessi stefnumörk eru ekki jafn skýrt fram tekin í umhverfislögum hinna Norðurlandanna, en liggja þeim þó jafnt til grundvallar. Hinn meginþáttur umhverfislöggjafar á Norðurlöndum eru lög um náttúruvernd og útivist. Markmið þeirra laga er hið sama á öllum Norðurlöndum: Að varðveita lífríki landanna og jafnvægið í náttúr- unni, að vernda dýr og jurtir, að friðlýsa merkar náttúruminjar, að skapa mönnum sem bezta möguleika á því að ferðast óhindrað um 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.