Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 13
varnir gegn vatnsmengun 1970, lög um náttúruvernd sama ár og lög um framleiðslu og vörueftirlit 1976. 1 Danmörku voru ný lög sett um friðun bygginga 1966, ný byggingarlöggjöf og sömuleiðis skipulags- löggjöf 1975 og ný lög um náttúruvernd 1972. 1 Svíþjóð voru sett lög um náttúruvernd 1964 og reglugerð á grundvelli þeirra laga 1976. Lög um framleiðsluvörur, sem hættulegar eru umhverfinu og heilbrigði manna, voru þar sett 1973. Hér á landi má í þessu sambandi nefna eftirfarandi lög frá þessu tímabili: Skipulagslög nr. 19/1964, lög nr. 85/1968 um eiturefni og hættuleg efni, lög nr. 12/1969 um hollustuhæfti og heilbrigðiseftirlit, lög um náttúruvernd nr. 47/1971 og byggingarlög nr. 54/1978. Að því er varðar stjórnsýslu á vettvangi umhverfismála á Norður- löndum hafa þar einnig miklar breytingar átt sér stað síðasta ára- tuginn. Á tveimur Norðurlöndum, Danmörku og Noregi, hafa verið stofnuð sérstök ráðuneyti, sem fara með umhverfis- og náttúru- verndarmál. 1 frumvarpinu um umhverfismál, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1978, er gert ráð fyrir því, sbr. 5. gr., að stofnuð verði sérstök stjórnar- deild umhverfismála í einu ráðuneytanna, sem jafnframt verður þá einnig ráðuneyti umhverfismála. 1 Svíþjóð fer sérstök umhverfis- og náttúruverndarstofnun með þessi mál, en hún heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. I Finnlandi er það innanríkisráðuneytið, sem fer með umhverfismál. I. Markmið umhverfislöggjafar. Þótt umhverfislöggjöf á Norðurlöndum sé um margt ólík, á hún sér ýmis sameiginleg stefnumið. Skýrast eru þessi stefnumörk e.t.v. skil- greind í dönsku umhverfisverndarlögunum frá 1973, (1. gr.). Það er: (1) að koma í veg fyrir mengun lofts, láðs og lagar, (2) að hindra hávaðamengun, (3) að skapa íbúum landsins heilbrigð umhverf- isskilyrði og (4) að mynda starfsgrundvöll fyrir virka stjórnsýslu í þessum málum öllum. Þessi stefnumörk eru ekki jafn skýrt fram tekin í umhverfislögum hinna Norðurlandanna, en liggja þeim þó jafnt til grundvallar. Hinn meginþáttur umhverfislöggjafar á Norðurlöndum eru lög um náttúruvernd og útivist. Markmið þeirra laga er hið sama á öllum Norðurlöndum: Að varðveita lífríki landanna og jafnvægið í náttúr- unni, að vernda dýr og jurtir, að friðlýsa merkar náttúruminjar, að skapa mönnum sem bezta möguleika á því að ferðast óhindrað um 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.