Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 49
á fasteign. Frá sjónarhóli norrænna lögfræðinga er ekki óeðlilegt, að nokkuð rík ábyrgð sé lögð á menn, er láta verktaka vinna verk, sem veruleg hætta er á að valdi tjóni á fasteign nágranna. Nægir að vísa til 2. kafla hér að framan og almennra norrænna reglna um nábýlis- rétt. Annar hópur tilvika varðar framkvæmdir, sem geta teppt vegi eða götur, hindrað umferð eða á annan hátt valdið vegfarendum tjóni. I norrænum rétti þekkist rík ábyrgð vegna verktaka, sem raskar öryggi vegfarenda með athöfnum sínum (sbr. 2. kafla). Er slík ábyrgð í eðli sínu ekki óskyld bótaskyldu eftir reglum nábýlisréttar og sum tilvik má beinlínis heimfæra undir þær. Skyldur flytjanda farþega eða farms gagnvart farþega eða farmsamningshafa eru að því leyti í sérflokki, að samningssjónarmið hljóta þar að vera þung á metunum. Ýmis til- vika þeirra, sem hér um ræðir, varða „hættulegan atvinnurekstur“ („abnormally dangerous activity“), sem hrein hlutlæg ábyrgð fylgir í Bandaríkjunum. Er ekki ósennilegt, að svo strangri ábyrgð yrði einnig beitt hér á landi (og a.m.k. í sumum ríkjum Skandinavíu) við sérstakar aðstæður, t.d. er tjón verður af vissri meðferð sprengiefnis. Þessi tilvik eru tiltölulega fá og skipta litlu máli um þetta efni, vegna þess að hér er eingöngu til umræðu ábyrgð vegna sakar af hálfu sjálf- stæðs verktaka. önnur tilvik eru hins vegar mikilvæg hér, svo sem þau, er reglan í 423. gr. Rest. 2nd tekur til, þ.e. um vanrækslu við smíði eða viðgerðir tækja, sem notuð eru í mjög hættulegri starfsemi,3r> og regla 424. gr. um lögboðnar varúðarráðstafanir til öryggis annarra manna. Efni þessara greina Rest. 2nd er rakið á bls. 135 hér að framan. Eins og þar má sjá geta greinar þessar náð til mjög margvíslegra tilvika. Sum þeirra geta haft hreina hlutlæga ábyrgð í för með sér eftir skráðum eða óskráðum norrænum bótareglum, sbr. að því er varðar íslenskan rétt t.d. 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og Hrd. 1968, 1051 (öryggisbeltið) og Hrd. 1970, 434 (hausunarvélin í Vestmannaeyjum), en um önnur er líklegt að gildi ekki strangari regl- ur en sakarréglan og reglan um vinnuveitandaábyrgð. Að síðustu skal vikið að skyldu til að sjá starfsmönnum fyrir hættulausum vinnustað. Slík skylda er „óframseljanleg“ og má benda á nokkrar greinar í Rest. 2nd (m.a. 423. og 424. gr.), sem allar geta falið í sér skyldu af þessu tagi. í íslenskum hæstaréttardómum er ekki að finna dæmi um ábyrgð, sem styðst við „óframseljanlegar“ skyldur vinnuveitanda gagnvart 35 Hér er átt við starfsemi, sem ekki er talin eins hættuleg og „hættulegur atvinnu- rekstur,11 sbr. 427A gr. Rest. 2nd. 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.