Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 43
Tropea v. Shell Oil Co., 307 F. 2d 757, (2d Cir. 1962). Forstöðumaður smurstöðvar skaddaðist í eldsvoða í „smur- gryfju“ í húsakynnum, sem stöðin hafði á leigu hjá Shell. M, sjálfstæður verktaki, hafði tekið að sér fyrir Shell að hreinsa bensíngeyma á stöðinni. Starfsmaður M lét bensínmengað vatn renna í niðurfall nálægt „smurgryfjunni." Lagt var til grund- vallar, að neisti hafi kveikt í bensínmettuðu lofti frá niðurfall- inu. Var eldsvoðinn talinn afleiðing gálausrar meðferðar bensín- blöndunnar af hálfu þessa starfsmanns M. Shell var sýknað af bótakröfum á þeim forsendum, að hreinsun bensíngeyma teldist ekki starfsemi, sem væri í eðli sínu hættuleg („inherently dang- erous“). Hættan stafaði einungis af þeirri aðferð, sem notuð var í umrætt sinn til að losna við úrgangsefni. Dómurinn tók fram, að verk þetta væri skyldara starfsemi, er dómstólar í New York ríki hefðu ekki talið vera í eðli sínu hættulega, en þeirri, sem hættulég þætti. Væri því ekki grundvöllur til að leggja ábyrgð á Shell vegna athafna hins sjálfstæða verktaka. Deila má um, hvort eðlilegt sé að gera slíkan greinarmun á verkum þeim, sem dómsmál þessi risu af. Sennilega þykir mörgum íslenskum lögfræðingum óeðlilegt að dæma annað málið eftir rnjög strangri reglu, eins og gert var, en sýkna í hinu málinu, þótt lítill sem enginn grund- vallarmunur virðist vera á hættunni. Bæði eru verkin líkleg til að leiða til tjóns, ef ekki er varlega farið. 1 báðum tilvikunum er verk í hönd- um verktaka, sem hefur sérþekkingu, og tiltölulega einfalt á að vera fyrir hann að gæta þeirra varúðarráðstafana, er þarna voru vanræktar. Óhöppin sýnast bæði verða rakin til einstakrar yfirsjónar starfsmanna fremur en þess hversu hættulegt verk sé í sjálfu sér. Gegn þessum rökum má benda á, að ýmsir munu telja líklegra, að eitthvað kunni að fara úrskeiðis við múrbrot við þær aðstæður, er greinir í „Majestic Realty“ málinu en við losun bensínblöndu í niðurfall, eða með öðrum orðum, að íkviknunin í bensínblöndunni sé fjarlægari afleiðing af verki en hrunið úr veggnum.24 24 Hreinsun gólfa með bensíni hefur verið talin hafa í för með sér sérstaka hættu og verkkaupi þess vegna talinn bera ábyrgð á skaðaverki verktaka, er við þetta fékkst, sjá dóm í málinu Alabama Power Co. v. Mclntosh, 219 Ala. 546, 122 So. 677 (1929). Ekki verður annað séð en að meðferð bensínblöndu eins og um ræðir í Tropea v. Shell Oil Co, sé að verulegu leyti hliðstæð bensínhreinsun gólfa að því er snertir hættueiginleika. 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.