Dvöl - 01.01.1940, Page 9

Dvöl - 01.01.1940, Page 9
‘}anúar - mara 1040.8. árgangur , 1. heftl Maðurinn ko II iiiiiiai' íiiiiinar Eftir JLuigi Pirandello Jón Sigurðsaon frá Kaldaðurnesi |)ýddi Hesturinn og uxinn — ég hefi einhvern tíma lesið í bók, en man nú ekki, hvað hún hét né eftir hvern hún var — um hestinn og uxann. En það er bezt að láta uxann eiga sig og nefna það eitt, sem um hestinn er sagt. Það er á þá leið, að hesturinn, sem veit ekki, að honum er ætlað að deyja, hafi enga hugmynd um dýpstu og æðstu rök tilverunnar. En ef hesturinn vissi, að honum væri ætlað að deyja, þá mundi líka dauðinn verða honum miklu örðugra viðfangsefni en lífið. Það er að vísu hið mesta vandamál að ná sér í gott hey og gras. En jafnframt vaknar þá hin spurningin: af hverju honum sé fyrst ætlað að þræla í tuttugu eða þrjátíu ár til þess að ná sér í gott hey og gras og síðan að deyja svo, að hann hafi enga hugmynd um, til hvers hann hefir lifað. En hesturinn veit ekki, að hon- um er ætlað að deyja, og leggur ekki þessar spurningar fyrir sig. Öðru máli gegnir um manninn, sem Schopenhauer skilgreinir svo, að hann sé „forvitur skepna“ (en það táknar einmitt skepnu, sem veit, að henni er ætlað að deyja). Fyrir manninum vakir þessi spurning sí og æ. Ég get ekki betur séð en að af þessu leiði, að allir menn mættu þakka fyrir að vera eins og hest- arnir. Og þá sérstaklega þær „for- vitru skepnur“, sem eins er ástatt fyrir og til dæmis mér, að þær eru veikar og vita ekki einungis, að þær eiga skammt eftir ólifað, heldur einnig hvað í vændum er á heim- ilinu eftir fráfall þeirra — og það án þess að geta látið sér verða gramt í geði af. Dreggjarnar af vökva eru alltaf með einhverju gruggi í. Lífsvökv- inn innan í mér, sem nú er að þverra, gerist göróttari með hverj- um deginum. Og með því að fylla þessar fáu pappírsarkir ætla ég að veita sjálfum mér hugnun, sem er ærið beisk á bragðið (og mér verð-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.