Dvöl - 01.01.1940, Page 11

Dvöl - 01.01.1940, Page 11
DVÖL 5 á hverjum degi að heita má — svo að ég nefni nú aðeins eitt — í bíl, og tekur mig með sér út til þess að viðra mig ofurlítið. Hann býður mér að leiða mig og hjálpar mér að ganga hægt niður stigann, afar hægt, og lætur mig staldra við á hverjum palli í stiganum, þangað til hann er búinn að telja upp að hundraði. Þá tekur hann á lífæð- inni á mér til þess að vita, hvað hún slái hratt, horfir beint framan í mig og spyr mig blíðlega: „Eigum við þá að halda áfram?“ „Já, við skulum halda áfram.“ Og svona höldum við áfram, þangað til við erum komnir alla leið niður — hægt, afar hægt, guð minn góður, sá hægagangur! Þegar heim kemur úr bílferðinni og ég þarf að komast upp aftur, bera þeir mig á gullstól, hann annars vegar og dyravörðurinn hins vegar. Ég hefi mótmælt þessu, en ekki komizt upp með moðreyk. Það er rétt, að ég get ekki gengið svo sjö þrep samfellt, að ég verði ekki yfir- kominn af andarteppu. En það er nú svona, ég vildi óska þess, að vinur minn væri ekki að leggja svona mikið á sig, að dyravörður- inn fengi að minnsta kosti ein- hvern annan til að hjálpa sér.... Hvað segi ég? Hjálpa.... Flore- stano mundi sannarlega með glöðu geði vilja bera mig upp einsamall, alveg hjálparlaust, ef hann bara gæti. Jæja, ég er nú ekki orðinn svo ýkja-þungur (eitthvað fjörutíu og fimm kíló, að bjúgnum öllum meðtöldum); og svo er ég að hugsa um, að hann sé að ávinna sér fram- tíðargæfu með því að gera mér greiða. Og ég lofa honum að gera það. Konan mín, hún Eufemía, er líka að sínu leyti nærri því fegin þjáningum mín vegna og mundi fúslega taka á sig auknar þján- ingar, til þess að vinna rétt til þess gagnvart samvizku sjálfrar sín, að njóta lífsins eftir á, án samvizku- bits. Og það er vel fenginn réttur, vel fengnar skaðabætur.sem hvorki lífið né samvizka hennar geta neit- að henni um, og mér ber ekki held- ur — það segi ég aftur skýlaust — að láta mér verða gramt í geði af. En ég ætla nú samt að gera þá játningu, að stundum verður mér að óska þess, að bæði hún og hann séu verstu ókindur! Grandvarleiki þeirra til orðs og æðis og óaðfinnanlegu tilfinningar verða oft í mínum augum að hinni mestu þrælmennsku. Mér er með öllu varnað þess að rísa öndverður gegn því, sem hlýtur að gerast eftir minn dag, og því tel ég mér skylt, þó að slíkt sé ekki tekið út með sældinni, að taka stundum litla drenginn minn, einkabarnið mitt, á kné mér og innræta honum að láta sér þykja vænt um og bera sonarlega hlýju til þess manns, sem bráðlega er ætlað að ganga honum í föður stað, og brýna fyrir drengn- um, að hann megi aldrei láta hann hafa neina ástæðu til þess að finna að við sig. Og ég segi við hann:

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.