Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 14

Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 14
8 DVÖL þreklegu brjósti, og ég sé hana fyrir mér á þeirri stundu, sem hún lætur vel að honum, svo undur þýð- lega, með því að strjúka tveim fingrum eftir fallegu, rauðleitu skeggi. ... ó, sá unaður! Þú verður líka að taka á þolinmæðinni, elsku- lega Eufemía mín! Og sömu ástar- orðunum, sem þú hvíslaðir að mér, þegar við lágum í faðmlögum, muntu bráðlega.... muntu líka hvísla að honum, og varla að þú hugsir út í það: „Hjartað mitt, ástin mín, elsku vinur minn.“ — Stundum verður mér að hlæja, beinlínis hlæja. Þá spyrja þau mig bæði, af hverju ég sé að hlæja. Ég segi einhverja fyndni, og Flore- stano svarar: „Þú mátt verða gamall, ef þú hættir að gera að gamni þínu.“ En oft fer svo, að mér er engin leið að gera að gamni mínu. Þó að ég ætli mér það ekki, verður gam- anið napurt. Svo fer stundum í bíl- ferðum okkar Florestanos, og hon- um þykir fyrir að heyra mig tala svona. En ég segi við hann: „Ef ég væri ekki eins illa kominn og ég er, þá mundi ég stinga upp á því, að þú settir þig snöggvast í mín spor. Ég get sagt þér það með sanni, að það mundi hafa sömu áhrif á þig eins og það hefir á mig að sjá lífið, eins og aðrir eiga það fyrir höndum, þegar þú veizt það jafn- framt, að þú átt ekki langt eftir ólifað sjálfur, getur jafnvel farið á hverri stundu sem vera skal — og að hugsa til þess, sem aðrir hljóta að gera, þegar þú ert horfinn héð- an“. Ég tala fullgreinilega, en Flore- stano lætur eins og hann skilji þetta ekki, og ég held áfram: „Florestano minn, ég sé til dæmis fyrir mér perlusveiginn, sem þið leggið á leiðið mitt, þegar ég er kominn í moldina". Florestano setur ofan í við mig, og þá þagna ég. Ég sit þama and- spænis honum, grindhoraður, föl- ur yfirlitum og hryggur í bragði. Við ökum hægt í góða loftinu eftir hæðunum hjá Gianicolo, og ég fer að horfa út úr vagninum. Ég horfi á blessaða sólina, sem nú er að setj- ast. Lífið, sem öðrum er ætlað að teyga að sér — þó að það sé þung- bært — hvað gerir það til? Þessi stóri, blóðmikli maður, sem situr þarna beint á móti mér og andvarpar, konan mín, sem heima bíður, situr þar líka og andvarpar, og svo er litli drengurinn minn. Þegar hann á mig ekki lengur að, getur svo farið og það jafnvel bráðlega, að hann hætti að vita, hver ég var og hvernig ég var. „Pabbi“ .... og Florestano snýr sér við önugur og segir: „Hvað viltu?“ Maðurinn hennar mömmu þinn- ar, Kalli minn, sem ekki er sá rétti faðir þinn, hefirðu hugsað um það? En lífið, drengur minn, er svo fag- urt .... svo ólgandi og margbrotið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.